Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 45

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 45
 j Innlendor fréttir Séra Lárus Halldórsson, prestur í Flatey, hefir fengið lausn frá prestsskap frá 1. febrúar að telja. Hann þjónaði um hríð Brjánslækjarpresta- kalli. Hann verður nú forstöðumaður Sjómannastofunnar í Reykjavík. Lausn frá prestsskap frá næstu fardögum hafa ennfremur fengið þessir prestar: Séra Bjöm H. Jónsson Amesi, Séra Guðmundur Sveinssson Hvanneyri, Séra Sigurjón Jónsson Kirkjubæ. — Séra Björn er nú kennari við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík og séra Guðmundur skóla- stjóri Samvinnuskólans að Bifröst. Kirkjuniál á Alþingi Frumvörp um kirkjuítök og sölu þeirra, svo og um varaprest og tvo presta í Vestmannaeyjum, hafa nú verið samþykkt á Alþingi. Séra Bengt-Thura Molander framkvæmdarstjóri Alkirkjuráðsins í æskumálum var hér á ferð nýlega. Segir væntanlega síðar nánar frá starfi hans. Séra Eil'íkur heitinn Helgason prófastur í Bjarnarnesi óskaði þess, er hann vissi dauðann á næstu grösum, að fá að lesa Passíusálmana í út- varpinu. Nú er þessi lestur fluttur. Þetta er einstök og fögur kveðja prests- ins til þjóðar sinnar. Jóhann HÚSS, Sendiráðsfulltrúi Tékkóslóvakíu, Jarqslav Zantovsky, og stjóm Gamla Bíós í Reykjavík buðu nokkrum gestum að sjá kvikmynd með þessu heiti nýlega. Myndin er vel gerð og áhrifamikil, og á m. a. erindi til allra kirkjulegra og veraldlegra yfirvalda. Það er görnul og ný saga, að misbeita má valdinu, en að Guðs orð verður ekki fjötrað, og sann- ir drottins þjónar verða öldum og óbornum til blessunar. — Réttarmorð, pyndingar og kúgun verða aldrei og hvergi réttlætt. Heill sé kynslóð vorri ef hún lætur ásannast skilning sinn á því, að „Sannleikurinn mun gera yður frjálsa“, og „Allt það, sem þér viljið að aðrir rnenn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gera“. — Krists nafni er ekki að óþörfu flíkað í textanum, en myndin öll gerir manni það dagljóst, að það er ekki eingöngu alltaf verið að krossfesta hann. Hann er líka alls staðar að rísa upp.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.