Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 39
VIÐTAL VIÐ SERA ROBERT JACK 85 þá séra Robert beðinn að stíga upp á skreyttan pall og flytja ræðu sína. Fyrst var honum samt fagnað með sálmi, er sunginn var á Creemáli. (Það er Indíánatunga.) Sagði prestur svo frá Grímsey, og var gerður góður róm- ur að máli lians. Á eftir var sunginn sálmur. Svo hlé. Síðan dansað. Leikið var á harmoniku. Veitingar voru framreiddar í tjaldi og stóð gleðin fram til morguns Þjóðflokkur þessi stendur á fremur lágu menningarstigi, samt er öll skóla- vist kostuð af ríkinu. Þar er og spítali með lækni og sex lijúkrunarkonum. Aðalatvinnuvegir eru landbúnaður og fiskveiðar. Fólkið er yfirleitt fremur bamslegt. Islendingar hafa haft ýmiss konar samskipti við Indíána, þykir t. d. gott að bindast félagi við þá um fisk- veiðar á Winnipegvatni. Talsverð blóðblöndun hefir átt sér stað milli þess- ara þjóðflokka. Gifti séra Robert ein slík hjón. Virðist það gefast vel, að íslenzkt vikingsblóð blandist hetjulund og barnslegri einlægni Indíána. Ég spurði séra Robert um kynni hans af prestum vestra. Hann kvað þau hafa verið hin ánægjulegustu. Taldi hann, að íslenzkir prestar væru þar yfirleitt í miklum metum, enda mikilhæfir margir. Séra Valdimar J. Ey- lands sagði hann að væri álitinn einhver mesti ræðumaður í Kanada. Hann er nú forseti í:slenzka Kirkjufélagsins og Þjóðræknisfélagsins. Þeir séra Sig- urður Olafsson í Selkirk, sem fór vestur 19 ára gamall, séra Runólfur Marteinsson, sem stofnaði marga söfnuði í Nýja-íslandi, og séra Jóhann Friðriksson núv. ritari Lútersku kirkjunnar þama vestra, hafa allir stutt málstað íslenzkrar kirkju og þjóðrækni í Kanada. Yngstu ísl. prestamir, þeir séra Bragi Friðriksson og séra Ólafur Skúlason, hafa báðir þegar aflað ser mikils álits og vinsælda, og er það von manna, að þeir starfi þar afram á næstunni. Þá kom og séra Robert með fullt fangið af kveðjum góðra og gamalla ís- kndinga, sem hér yrði of langt upp að telja. Síðast spurði ég séra Robert þessa: „Hvað olli því, að þú hvarfst svo skjótt aftur til íslands?“ Hann svaraði samstundis: „Eingöngu það, að ég taldi mér ekki fært að festa rætur i Manitoba. Bæði náttúran og fólkið dró mig hingað heim. Bergur Hornfjörð, gamall Skaftfellingur, heilsaði mér með þessum orðum: „Kanada er mér allt!“ Ég kvaddi hann hins vegar svona: „Island er mér allt!“ Þetta er fögur játning þessa manns, sem ísland hefir heillað. Guð gefi, að honum famist hér vel. G. Á.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.