Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 26

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 26
72 KIRKJURITIÐ arans er, og það þýðir, að vér eigum að vera góðir borgarar, sýna hollustu samfélaginu, virða bræðralagið og vita, að allir erum vér „limir á einum líkama“ og hljótum að eiga samstöðu um velgengni og vansæld. Hvernig innum vér þessa skatta af hendi? Undirrót margra þeirra vandræða, sem vér erum að kalla yfir oss og steðja að um þessi áramót, er hið skefjalausa agaleysi og sjálfræði. En ræturnar liggja dýpra. Tvö eigum vér föðurlönd. Ekki annað í dag og hitt á morgun, heldur bæði í dag. Hér verður fyrir oss óhjákvæmileg staðrevnd: Gleymdu föðurlandi þínu á himnum, og samstundis verður þú verri horgari þíns jarðnesk-a föðurlands. Gleymdu Guði og þá slítur þá þær rætur, sem allt hið hezta í sjálfum þér nærist af og gerir þig að góðum horgara. Þvl ert tveggja heima barn, eins og tréð. Hvernig færi fyrir því, ef það léti sér nægja næringuna úr moldinni og hætti að draga að sér megn með blöðum úr lofti og Ijósi sólar? Þá dæju ekki blöðin ein, heldur einnig ræturnar. Stofninn myndi standa að- eins á meðan næring fyrri ára entist honum. En þá biði hans dauði og hel. Gættu þess, að alveg á sama hátt fer fyrir þjóðfélaginu. Ef það hverfur frá Guði og hættir að gjalda honum skatt, lifir það aðeins svo lengi sem því endist næringin, sem það fékk meðan guðstrú einstaklinganna gaf því megn. Síðan fer fyrir þjóðfélag- inu eins og trénu. Það deyr, þegar það er búið að eta upp forð- ann, sem bjó í stofninum frá fyrri tíð. Menning nútímans ber þess í ríkum mæli merki, að hún lifir á afrekum fyrri kynslóða. Vísindin ein hafa tekið framförum á þessari öld. í listum og andlegri menning er hnignun. Hinn mikli tónsnillingur, Paderewski, sem var um eitt skeið forseti hins frjálsa Póllands, sagði: Ef þá leitar að hárri tónlist, verður þú að leita til kynslóða, sem lifðu á undan oss. í samtíð- inni finnur þú hana ekki. Paderewski verður ekki brugðið um það með rökum, að hann hafi ekki þekkt tónlistina. Sú grundvallarsannfæring hratt heimsspeki Alberts Schweitz- ers af stað, að vér 20. aldar menn værum arftakar kynslóða,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.