Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 12
Öíirkfan og œskan Þegar Menntaskóli Akureyrar var settur s. 1. liaust í Möðru- vallakirkju að aflokinni messu, las skólameistari kafla úr hinni fyrstu skólasetningarræðu Hjaltalíns liaustið 1880. Niðurlag hennar var þannig: „Að endingu vil ég minna yður og mig á það, að hvað sem vér getum, getum vér eigi af eigin ramleik, að hvað sem vér gerum, gerum vér eigi af eigin kröft- um, að Drottinn vor, alls máttar uppliaf, veitir oss, að vér nokk- uð getum afrekað. Gleymum ekki að minnast hans handleiðslu, á hverjum degi og á hverri stundu. Biðjum Drottin, að vér megum nota þá krafta, sem hann hefir gefið oss, til að gera oss að nýtum mönnum, þarfa náunga vorum og nytsama ættjörðu vorri. Megi Drottins blessan hvíla yfir verki voru og blómga þennan skóla landi og lýð til farsældar.“ * sj« * Og skólameistari, Þ. Bj., hélt áfram og sagði: Undir þessi orð tökum vér öll. E. t. v. ætti í framtíðinni að Ijúka öllum setningar- ræðum skólans með þessum orðum hins fyrsta skólameistara á fyrsta degi skólans. * * * Þessi vinsamlegu orð skólameistara í garð kristindómsins vek- ur mann til umhugsunar um það, hvort ekki sé jarðvegur fyrir nánara samstarf kirkju og skóla heldur en verið hefir. Prestar koma stundum í skólana og er þar eflaust vel tekið. En hvers vegna koma kennarar ekki með nemendur sína í kirkju öðru hvoru, t. d. einu sinni í mánuði, eða þó ekki væri nema einru sinni á vetri hverjum? Er þetta ekki athugandi fyrir þá skóla- menn, sem eru kirkjunni vinsamlegir og hafa trú á uppeldisgildi kristindómsins?

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.