Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 23

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 23
PXSTLAR 69 Fögur ummæli. Þegar Clement Attlee lét af stjórn verkamannaflokksins enska i vetur, lét Church of England Newspaper svo um mælt, að fáir stjórnmálamenn hefðu sett sér jafnskýra stefnuskrá. Og varla nokkur fylgt henni eins trúlega. Þetta er minnisvert ekki sízt nf því, að blaðið hallast að íhaldsflokknum. Og hér var mælt af sanngirni, en ekki sakir hins fornkveðna, að góður sé hver geng- inn. Þótt Winston Churchill ynni í vissum skilningi orustuna um England, er margra mál, að Clement Attlee hafi markað dýpri °g farsælli spor í þjóðarsögunni, sakir heilladrjúgra áhrifa sinna bl almennra hagsbóta landslýðnum. Ungur flutti Attlee sig, ef svo mætti að orði kveða, til alþýð- unnar og hefir alla tíð síðan þokað fram margs konar umbótum nieð hyggindum og þrautseigju. Hann átti líka víðsýni og sið- ferðisþrek til að viðurkenna, að nýlendupólitík stórveldanna ætti ekki rétt á sér, og lét Indverja ná rétti sínum á friðsamleg- an hátt. Sagan hermir frá of mörgum, sem til valda hafa barizt sjálf- um sér til auðs og upphefðar. Því er gott að minnast hinna, sem áttu þá hugsjón, að verða frömuðir lýðsins og landi sínu til blessunar, — og tókst það. Og ráðamenn stórþjóða eru þeirn niun meiri menn sem þeir eru réttlátari í garð hinna, sem minni eru fyrir sér. Gunnar Árnason. Enskur iðjuhöldur kvað eftirfarandi hafa gefizt sér bezt í öllum vanda: >=Ef þú fæst við mikil vandamál, sem þú sér enga lausn á, skaltu taka þig UPP °g líta á þau úr fjarlægð. Horfa á þau utan frá, eins og þau kæmu sjálfum þér ekkert við. Og þegar þér hefir orðið lausnin ljós, séð úr fjar- I®gðinni, skaltu fara og framkvæma hana. 'Þetta geri ég ævilega. Oftast *er ég í skemmtisiglingu eða í veiðiför".

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.