Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 29
KIBKJURÁÐSFUNDUR 75
Fjárhagsmál. Lagðir voru fram reikningar þeirra sjóða, sem
eru á vegum Kirkjuráðs og nú nema samtals nær 1,3 milljónum
króna. Samþykkt var að verja alls rúmlega 50 þúsund krónum á
þessu ári til styrktar kristilegum tímaritum og blöðum og til
kaupa á kennslumyndum kristilegs efnis og sýningarvél.
Kennsluréttindi presta og guðfræðinga. Kirkjuráð áréttaði sam-
þykkt sína frá 1. nóv. 1954 um það, að prestar og guðfræðingar
fengju full kennsluréttindi í kristnum fræðum við skóla landsins,
°g fól forseta sínum að vinna að framgangi þess máls. Enn-
fremur taldi Kirkjuráð það mjög nauðsynlegt, að hæfum guð-
fræðingi verði falið eftirlit með kristindómsfræðslu í skólum og
veiti liann jafnframt leiðbeiningar við æskulýðsstarf kirkjunnar.
Utgáfuréttur að sígildum kristilegum ritum. Var mikið rætt
Urn það mál, og voru kirkjuráðsmenn samdóma um það, að
þjóðkirkja íslands ætti að fá þennan rétt í sínar hendur, er ritin
hlíta ekki lengur ákvæðum laga um höfundarrétt. Voru nefnd í
því sambandi rit eins og Passíusálmarnir og Vídalínspostilla. Var
þeim Gísla Sveinssyni og Gizuri Bergsteinssyni falið að athuga
málið og leggja niðurstöður sínar — væntanlega í frumvarpsformi
fram fyrir Kirkjuráð.
rms fleiri mál voru rædd, m. a. Kirkjuþingsmálið.
Hvers vegna?
Þýzkur hermaður skrifaði móður sinni sama daginn og liann féU: ....
Eitt verð ég að spyrja þig um, elsku mamma, af því að ég stend hér eins
°g augliti til auglitis við eilífðina. Eg veit að börn eiga ekki að ákæra móð-
Ur sina né saka hana um neitt. Enda þori ég það ekki né vil. En elsku
hezta, mamma mín, — sannarlega kenndir þú okkur sonum þínum margt
gott og fagurt, satt og göfugt. Það var líka þér að þakka, að við urðum
dugandi menn. En, mamma, hvers vegna kenndir þú okkar ekki að biðja?