Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 11
BOÐSKAPUR KIRKJUNNAR 57 mikil. Nú sé ég betur djúpa alvöru þessarar hreyfingar og hrein- an, hugprúðan vilja til að breiða út Guðs ríki og hnekkja veldi heiðninnar og háskalegum áróðri um allan hnöttinn. Hreyfingin á glöggvan skilning á því, að engin leið er fær til bjargar mannkyninu önnur en afturhvarfið. Skipulagning, sáttmálar og bandalög stoða ekki, nema mennirnir sjálfir batni. Vér eigum blátt áfram ekki ráð á því að vísa þessari hreyfingu á bug með kulda og kæruleysi. Vér ættum miklu heldur að þiggja hjálp hennar og hvatningu. Og vér munum kynnast mönnum, sem vita, hvað þeir vilja, eru brennandi í anda, fylltir sönnum, hreinum krafti og gleði, svo að vér minnumst ósjálfrátt orðanna í spá- dómsbók Jesaja: „Ungir menn þreytast og lýjast og æskumenn hníga, en þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft. Þeir fljúga upp á vængjum sem emir, þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir ganga og þreytast ekki.“ Já, vér verðum að sameinast öll, sem viljum, að kristindómur- inn sigri heiðnina á jörðu, öll, sem viljum að kynslóðin unga verði alin upp í anda friðar og kærleika, en ekki sjálfselsku, hat- urs og hefnigirni. Allir verða á veginum hættulega að snúa sér til Krists af öllu hjarta, taka sinnaskiptum og trúa á fagnaðarer- indið um komu Guðs ríkis. Vissulega eru Norðurlandabúar kallaðir af Guði til þess að verða útvaldar þjóðir hans. Og kirkja vor á að vera þjóðkirkja 1 þeirri merkingu, að hver einstaklingur þjóðarinnar finni það vera skyldu sína að starfa fyrir hana, og prestsdómurinn almenni á að tengja alla saman. Á þann veg eiga þjóðir vorar að flytja öUu mannkyninu kristilegan boðskap og berjast góðu barátt- unni fyrir ríki friðarins og kærleikans á jörðinni. Kom þú, drottinn Jesús. ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON. Negri kvartaði yfir því í bæn sinni, að sér væri meinað að sækja tiltekna Urkju sakir þess, hvernig hann væri á litinn. Drottinn gaf honum þetta svar: „Taktu þetta ekki nærri þér, Rastus minn! Ég hefi reynt að komast í þessa kirkju frá því að hún var byggð, en það hefir nú ekki tekizt ennþá“.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.