Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.02.1956, Blaðsíða 30
„diirkian órnar öll“ Útvarpshlustendur Þegar óperur, sinfóníur, aríur eða önnur og æðri tónlist. lík tónverk ber á góma í viðræðum meðal flestra útvarpshlustenda, er ekki laust við talsverða vandlætingu, svo að ekki sé sagt meira. Flestum er að einhverju leyti kunn slík tónlist einvörðungu frá útvarpi, og fjölmargir þekkja aðeins heitin á þessum tegundum tónverka, því að ekki hlusta þeir á verkin sjálf. Það lætur nærri, að sumir hafi ofnæmi fyrir slíkum tónverkum! En sérhverju tónverki er ætlað að túlka eitthvert efni, eitthvert atvik, sögu, ævintýri, lýsa í tónum fagurri mynd o. s. frv. En nú er það einmitt svo, að fjölmargir telja sig ekki færa um að skilja þessa túlkun tónanna. Þeir telja jafnvel, að slíkri túlkun sé likt farið og franska væri túlkuð á latínu, en ekki á íslenzku. Tónlist í útvarpi er að sjálfsögðu ábótavant, þar sem flytj- endur hennar eru aðeins heyranlegir, en ekki sýnilegir. Og auk þess er hljóðneminn ekki svo fullkominn, að stórt og veigamikið tónverk fái til fulls notið sín. Þetta hafa tónlistarmenn gert sér ljóst fyrir löngu. Til þess að bæta nokkuð úr einhæfni tónlistar- flutningsins og gefa almenningi kost á því að sjá tónlistarmenn flytja list sína, réðist íslenzka útvarpið í það á s. I. hausti, að senda nokkra kunna listamenn sína „út til fólksins". Varð sú nýbreytni árangursrík, fór jafnvel fram úr öllum vonum. Kunnir menn halda Til Vestfjarða voru sendir þrír kunnir tón- kirkjutónleika. listarmenn: Dr. Páll ísólfsson organleik- ari, Guðmundur Jónsson óperusöngvari og Björn Ólafsson fiðluleikari. Þessir þremenningar héldu sína fyrstu hljómleika á ferð sinni í Patreksfjarðarkirkju 15. sept. s. 1. Að kvöldi næsta dags, miðvikudagsins 16. sept., héldu þeir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.