Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 4

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 4
Lífið í nýju Ijósi (J)askahuglciðing. Tttati.: 28, 1.—8.) „Nú Ijómar dýrðardagur, hin dimma nótt er liðin hjá.“ Þannig hefir verið lýst áhrifum páskareynslunnar. Páskamir flytja oss fögnuð og varpa birtu yfir þær dapurlegu minningar, sem bundnar eru við föstudaginn langa. Upprisa Jesú er einn af stærstu viðburðum kristninnar, — já, veraldarsögunnar, því að með kristninni liefst nýtt tímabil í trúar- og menningarsögu vestrænna þjóða. Páskareynsla lærisveinanna varpaði nýju Ijósi yfir líf og dauða, yfir tilgang og takmark lífsins, yfir allt samband Guðs og manna. Ef vér lesum með athygli þær frásagnir, sem guðspjöllin geyma um upprisuna, þá verða oss augljósar þessar staðreyndir: Jesú Kristur reis upp frá dauðum á þriðja degi. Hann birtist lærisveinum sínum sýnilegur og áþreifanlegur. Þeir töluðu við hann og öðluðust fulla vissu um ósýnilega ná- lægð hans. Þeir sáu líf hans og kenningu í nýju ljósi og voru nú reiðubún- ir að fara út um heiminn með þann boðskap, sem hann hafði trúað þeim fyrir og lagt þeim á hjarta. Frásagnir guðspjallanna um upprisuna eru frásagnir sjónar- votta, þær eru runnar frá körlum og konum, sem sjálf höfðu verið vottar að þessum staðreyndum. Vér skulum fyrst athuga þær frásagnir, sem snerta konurnar, sem fóru út að gröfinni hinn fyrsta dag vikunnar. Erindi þeirra var að líta eftir gröfinni, segir í Matteusarguðspjalli. Hin guð- spjöllin segja frá því, að þær hafi haft með sér ilmjurtir, til þess að smyrja með líkama Jesú. Það var venja þá eins og oftast enn í dag, að konur veittu fram-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.