Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 20
162 KIRK JURITIÐ Kirkjan hafði vafið hana inn í heimsskoðun miðaldanna, sem speglast í Sjónleik guðdómsins eftir Dante. Hvað varð um him- ininn vfir jörðunni og hinn staðinn í neðra, ef jörðin var eng- inn miðdepill, en vér mennirnir, sem öll veröldin snerist um, vorum liér á fleygiferð um djúp himinsins og snerum í allar áttir og ekkert upp né niður til? Hlaut ekki kristnin að skolast burt með húsinu, sem hún bjó í? Nei, reyndin varð ekki sú. Kristnin var annað en heimsskoðun miðaldanna. Þegar eldur var lagður í þetta háreista hús, kom hún eins og fuglinn Fönix út úr bálinu, fegurri en nokkru sinni fvrr, þegar hún hafði verið losuð i'ið allt þetta dót. Og hver varð nú þáttur þessarar endumýjuðu kristni í sögu íslands? Hann i’ar ekki glæsilegur að ytri ásýnd í fyrstunni, og margt ljótt orðið hefir verið um liann sagt. Eg þarf ekki að endurtaka það, en get tekið undir flest það Ijóta, sem sagt hefir verið um erlendu legátana, sem með hann komu og marga fvlgifiska hans. En því vil ég við bæta, að í þessum ofstopa öllum og yfir- gangi var kristnin, hinn endurborni Fönix, eins og fagurt barn í ijótum reifum. Ég vil benda á þá óhrekjandi staðreimd, að með þessari siða- breytni, ekki frýnilegri en hún i’ar á yfirborðinu, og að mörgu levti í afleiðingum sínum, — með henni hefst saga íslands að kalla má að nýju. Þjóðin rís, að heita má, upp úr glevmskunnar hafi. Þessi saga, sem daprast öll í Ijósadýrð kaþólsku kirknanna, þessi saga hefst nú að nýju. Menn fara að skrá frásagnir og þætti, rétt eins og í fornöld. Séra Jón Egilsson í Hrepphólum verður nokkurs konar nýr Hungurvökuhöfundur, sem fer af litlum efn- um að skrá sögu biskupa. Og fleiri taka þar undir. Menn fara að yrkja að nýju á einfaldan liátt og persónulegan, í stað hinna hátíðlegu kirkjuljóða langt fyrir utan og ofan alfaraleiðir al- mennings. Þeir yrkja að vísu skelfing báglega í fyrstu, svo að raun er að lesa. En allt stóð til bóta. Og eftir eina öld springur hið fegursta blóm út á þessum skáldameiði, Passíusálmar Hallgrnns Péturssonar. Það er líkast því, sem siðaskiptin hafi víðast þurft einmitt þessi hundrað ár milli sáningar og uppskeru. Samtnnis

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.