Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 48

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 48
190 KIRKJUKITIÐ allra myndarlegasti hópur. Þar var prestur íslenzkur, sem starfar í Seattle. Hann var í Svínadalnum til 10 ára aldurs, og það var gaman að heyra hann telja upp bæjarnöfnin, sem mamma og pabbi minntust svo oft á. Hann var á Islandi sín bernsku- og æskuár, en fluttist þá til Kanada með sínu fólki. San Francisco er falleg borg......Svo skrapp ég til Winnipeg um dag- inn á þjóðræknisþingið. Eg prédikaði í lútersku kirkjunni kl. 7, og margt fólk var í kirkju.....Nú er kirkjubyggingunni hér að verða lokið. Kirkjan er falleg og stendur á ágætum stað. Fyrsta messan verður flutt á páskadags- morgun kl. 11. Og svo verður íslenzk messa kl. 7 sama dag um kvöldið. Það verður ánægjulegt. En kirkjan verður annars vígð fyrsta sunnudaginn í júlí, þá hefst kirkjuþingið okkar...Við erum auðvitað bæði oft með hugann heima, eins og gefur að skilja. Það var aldrei gert ráð fyrir, að við j'rðum hér nema stuttan tíma......“ Gjafir til Grafarkirkju í Skaftár- tungu. Að undanfömu hafa Grafar- kirkju borist eftirfarandi gjafir: 1. kr. 6000.00 i peningum frá Jóni Pálssyni í Ilrifunesi og fjómm systkinum hans til minningar um foreldra þeirra, Pál Jóns- son og Þórunni Bjamadóttur, er lengi bjuggu í Hrífunesi. Skal verja göfinni til viðhalds kirkjunni. 2. Skírnarfontur, smekklega gerður og útskorinn af Rík- harði Jónssyni, tréskurðamieistara, Rvík. Var Iiann vígður við hátíðarguðsþjónustu í kirkjunni á páskadag 1955. Gefandi er söfnuður Grafarkirkju. 3. Altarisdúkur, haglega gerður og útsaumaður af hinum listfengu Hrífunesmæðgum, Elínu Arna- dóttur fyrrv. ljósmóður og dætrum hennar Sigríði og Þórunni. Var dúkurinn tekinn í notkun við femiingarguðsþjónustu í kirkjunni á 2. dag hvítasunnu 1955. Vegna kirkjunnar vil ég þakka þessar veglegu gjafir hjartanlega og bið gef- endunum blessunar Guðs. — Valgeir Helgason. Gjafir til Sauðárkrókskirkju. „Þess er getið, sem gjört er“. Þess má einnig getið vera, sem gefið er. Ymsir af safnaðarmönnum Sauðárkróks- safnaðar, hafa alla jafnan, og reyndar eigi hvað sízt hin síðustu árin, sýnt

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.