Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 32
174 KIRKJURITIÐ „Lestu Ritninguna. Lestu mennina. Prédikunin á að vera inn- gangur að gömlu meðhjálparabæninni í messubók, þar sem seg- ir: „---þú hefir kennt mér, hvað ég á að gjöra —Sé prédik- un ekki sálgæzla, er hún engin prédikun. Sálgæzla er allt, sem hjálpar oss nær Drottni. Kristur er sálusorgarinn. Minni kröfu getum vér ekki gert til sjálfra vor en þá, að vér leitumst við að færa meðbræðrum vorum Krist. Seinasta daginn talaði Wislöff rektor um stöðu prédikunar- innar í guðsþjónustu kirkjunnar. Hann sýndi fram á, að prédik- unin er liturgi eins og allt annað sem fram fer í messunni. Þar er allt liturgi, því alls staðar er söfnuðurinn að þjóna Guði með því sem fram fer. Þungamiðjur messunnar eru í raun og veru tvær: prédikunin og sakramentið. En bezta og réttasta guðsþjón- usta er þó ósönn, ef trúin er þar ekki með. Prédikun Orðsins varpar lífsljóma á sakramentin. Vanti evan- gelium, vantar allt sem er líf, innihald og einkenni kristinnar kirkju. Sakramentin varpa einnig ljóma á prédikunina. Því einnig þar er eitthvað að gerast eins og við sakramentið. Prédikunin er liturgisk þjónusta, sá hluti hennar, sem er sérstakt hlutverk prestsins að inna af hendi. Prédikunin er bænagerð. Þar stönd- um vér fyrir augliti Guðs, ekki til þess eins að biðja um eitthvað, heldur miklu fremur til að leggja oss í hendur hans. Bæn er ekki alltaf í bænarformi. . . . Og prédikunin er þakkarfórn „því hér skal Guð heiðrast í prédikuninni með því að boða hans orð og verk.“ Síðdegi og kvöldin fundardagana voru notuð með ýmsu móti til samveru og kynna. Tvö þessi síðdegi eru mér sérlega minnis- stæð. Fyrra sinni var fundarmönnum öllum boðið að skoða hina nýju og glæsilegu út\'arpsbyggingu Oslóborgar. Er það á vissan hátt ævintýrahöll tækni og menningarstarfsemi hjá frændum vor- um. Þarna sátum vér hóf. Því stýrði Sigurd Lunde, sem átti mikinn þátt í þessu heimboði. Ilann hefir með höndum dag- skrárstjórn alls kristilegs efnis, sem norska útvarpið flytur — en á því ber mun meira í dagskránni hjá þeim Normönnum en oss fslendingum. Þessi rösklegi maður vinnur mikið starf og ómet-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.