Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 34
Hcildarútgráfa á verkuiii séra nalíliíasai' .locliunis.soiiai' (Xlr brc$i $rá scra 'Benjatnín 'Xrisliánssyni lil A. Q.) Þeir, sem raunverulega berjast trúarinnar góðu baráttu, hljóta oft að koinast í hann krappann, glíma við Guð í myrkri nætur- innar, vera hraktir í urðina af skilningslausum múgnum. Var ekki Jesaja spámaður sagaður sundur í trjábol? Allir vitmenn hafa verið krossfestir meðal ræningja. Nei, það sýnir þó, að örlítið hefir þokað áfram hér í trúar- efnum síðan Matthías hellti sínu yfirburða andríki yfir sofandi sálir, að aldrei mundi okkur hafa dottið það í hug að reka hann úr kirkjunni. Við þetta má þó kannske setja spurningarmerki, því að ég þekki presta, sem óska mundu þess að allir sálmar hans væru farnir út úr sálmabókinni. En flestir munu þó nú orð- ið sjá, að hann var kristninnar mesta ljós um sína daga, hann, trúvillingurinn! Þannig sigrar andinn alltaf að lokum. Það ætti nú verða okkar hlutverk, þeirrar kynslóðar, sem nú er uppi, að rétta hlut Matthíasar, og ættum við að gera það sjálfra okkar vegna fyrst og fremst, og í þakkarskyni fyrir það lið, sem hann hefir veitt íslenzkri kristni. Einn þáttur í því væri sá, að prenta eftir hann ræður og rit- smíðar, sem enn hafa ekki séð dagsins ljós, þar á meðal þessa páskaræðu (sem ég nefndi). Einhvers staðar er ávallt snillings- bragð á ræðum stórbrotinna andans manna. Og M. skrifaði varla svo setningu í sendibréf, að ekki væri einhver mergur í. Þarna i óprentuðum plöggum Matthíasar rakst ég t. d. á langa ritgerð, sem ég ætla að athuga betur seinna, sem nefnist: Ágrip af trúar- sögu minni. Þar lýsir hann t. d. ekki með ófróðlegum hætti and- lega ástandinu í Prestaskólanum um sína daga. Þá má það kallast furðulegt fyrirbrigði, að ekki nema tæpur helmingur af sálmum hans, þýddum eða frumortum, hefir enn

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.