Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 19

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 19
ÞÁTTUR KRISTNINNAR í SÖGU ISLANDS 161 þar með líklega sumt af því verðmætasta. Hún var ný trú, fram- sækin og áróðursmikil, en miskunnarlaus við það, sem hún vildí utrý'ma. Hún á vafalaust mestan þáttinn í því, að vér eigum nú ekkert, eða sama sem, af hinum fornu heiðnu helgisiðum. Ég hefi oft undrast, hve nauðalítið vér viturn um heiðnina. Ég hefi °kki mikla trú á goðafræðinni, þessari skopmynd, sem dregin er UPP af kristnum snillingum. Hvaða mynd væri það af kristin- dóminum, þó að heiðinn snillingur sendi kristna goðafræði? Um truarlíf heiðinna manna er fátt vitað. Helgisiðir hafa fram far- í hofunum, og má nærri geta, að þar hefir ekki verið borið fram annað en það bezta, í orðum og söng. Þau örfáu brot, sem enn hafa geymzt og ætla má að séu úr heiðnum helgisiðum, eru ’Ueð þeim hætti, að mikla eftirsjá má telja að því, að eiga ekki nieira af þeim. Myndlist hefir þar og verið og söngur. Alkunn er sagan af Friðgerði húsfreyju í Hvammi í Dölum, er Þorvaldur Koðráðsson kom þangað með trúboð sitt. Gekk Friðgerður í hof °g blótaði goðin, og heyrði hvort til annars. Vísa Þorvalds er heimildin að þessarri sögu og þar segir, að mál Friðgerðar gall °f heiðnum stalli. Hún hefir sungið eða kveðið hátt og snjallt. ^Ht þetta varð kristnin að láta hverfa sem vandlegast. Enga fjöð- Ur a yfir það að draga, að hér var kristnin harðhent. Hún færði SV0 margt og geymdi svo margt, og skapaði svo margt, að hún ®a vel við því, að sá sannleikur sé sagður. Kristnin kom hingað 1 fámennið og fásinnið með fjölbreytni hins mikla heims og víð- attur stórrar menningar. En víkjum svo aftur að sögunni. Undir lok miðalda fer að ^lr'kta í hinni hátimbruðu höll. Vorleysingar endurreisnartímans bleyptu ofvexti í allar elfur, svo að þær flettu af sér brynjunni, 'er eftir aðra. Stjörnufræðingarnir uppgötvuðu nýjan himin, ferðalangarnir nýja jörð og grúskaranir nýja menningu. Þetta afði allt yerið til, en nú fannst það. Dæmalaus bylting hlaut að ara í þetta kjölfar. Jörðinni sjálfri var steypt af stóli sem mið- . pli alheimsins, og var þá furða þó að eitthvað losnaði um þau dgnarvöld, sem minni voru? Hlaut nú ekki kristnin að skolast burt með þessu syndaflóði? 11 L

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.