Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 39
Skuldin við Skálholt
fUr rcvðu á Skálhollshálíðinni 195U)
A ferðum okkar í alla landshluta undan farnar vikur höfum
við hjónin verið að lifa sögu lands vors. Við höfum blátt áfram
verið á pílagrímsferð til fagurra og helgra staða. Að sjálfsögðu
höfum við oftar en einu sinni komið á Þingvöll við Öxará, þar sem
ileyra má, eins Jakob J. Smári skáld sagði fagurlega, „þjóðar
' orrar þúsund ár sem þyt í laufi á sumarkvöldi hljóðu“. Og slíks
sumarkvölds ógleymanlegs í fegurð sinni höfum við einmitt
fengið að njóta á Þingvöllum í þessum ferðum okkar þangað.
á ferðum okkar um Árnesþing hafa mér orðið ríkar í huga
þessar ljóðlínur Eiríks Einarssonar í kvæði hans „Úr vísum gam-
ais Arnesings":
„í hinum gamla, göfga minjasal
þú geymir Skálholt, Þingvöll, Haukadal.
Því segir ísland: Sjá, við háborðið mitt
er sæti þitt“.
°g nú höfum við hjónin í fyrsta sinni stigið fæti á vígða grund
Skálholtsstaðar, og orðið djúpt snortin af þeim miklu og marg-
Þ*ttu minningum, sem við þennan stað eru tengdar, minning-
llni> sem hita um hjartarætur hverjum þeim íslendingi, er nokkuð
þekkir til sögu þjðar sinnar.
Hér er sannarlega heilög jörð. „Hér hefir steinninn mannamál
°g moldin sál“, enda gengur þessi staður næst sjálfu Lögbergi
11111 sögulega helgi. Innan tveggja ára eru liðin 900 ár frá því að
iskupsstóll var stofnaður hér í Skálholti, og fram að lokum 18.
ahlar var hér höfuðkirkja landsins og miðstöð mennta og menn-
lngar meginhluta þjóðarinnar. Um meir en sjö alda skeið var