Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 38
180 KIBKJURITIÐ og sagði síðan: „Guð minn góður, hver var það, sem kyssti mig? Guð minn, hver kyssti mig? Enginn hefur kysst mig síðan mamma dó.“ Svo lyfti hún upp svunturæksninu sínu og gróf í því andlitið, um leið og hún var leidd eins og lamb upp í vagninn, sem flutti hana í aðalfangelsið. Seinna fór ég í dyflissuna í þeirri von að hitta hana. Vörðurinn sagði: „Við höldum að hún sé gengin af göflunum. Hún gerir ekki annað en ganga um gólf í klefanum, og í hvert sinn, sem ég kem inn, spyr hún mig, hvort ég viti hver hafi kysst sig.“ „Viljið þér hleypa mér inn til hennar?“ bað ég. „Ég er henn- ar eina og bezta vinkona. Má ég ekki fara rakleitt til hennar?“ Það var auðfengið. Þegar dyrnar opnuðust, sá ég, að hún var þvegin og greidd. Hún horfði á mig stórum augum og spurði: „Vitið þér, hver kyssti mig?“ Svo sagði hún mér sögu sína: „Ég var ekki nema sjö ára gamalt barn, þegar mamma mín, sem orðin var ekkja, dó. Hún lézt í dimmu bakhúsi. Þegar hún var að skilja við, kallaði hún á mig, tók með höndunum um and- litið á mér, kyssti mig og sagði. „Litla, stúlkan mín! Veslings varnarlausa litla stúlkan mín, Guð minn, sjáðu aumur á litlu stúlkunni minni, þegar ég er dáin, verndaðu hana og annastu hana! Síðan hefur engin lifandi sála kysst mig, þangað til núna nýlega.“ Og enn spurði hún: „Vitið þér, hver það var, sem kyssti mig?“ Ég sagði: „Það var ég, sem kyssti þig.“ Síðan sagði ég henni frá frelsaranum, sem elskaði oss svo, að hann bar syndir vorar upp á tréð, og var særður vegna vorra misgjörða. Og þrýsti kossi fyrirgefningarinnar á brá vora. Og hann varð henni ljós, fögnuður, huggun, frelsun, græðsla og kærleikur. Áður en hún slapp úr myrkvastofunni, voru fanga- verðirnir ekki aðeins vottar að nýju lífi hennar, heldur endur- fegurð. Og seinna hjálpaði Drottinn henni til að bjarga mörgum, sem höfðu sokkið jafn djúpt og verið eins harðlega fjötraðir og hún á sínum tíma. Eva Bootli. (G. Á. þýddi.)

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.