Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 36
178 KIRKJURITIÐ hiasar. Ef enginn bókaútgefandi treysti sér samt sem áður til að gefa ritsafnið út, þætti mér líklegt að t. d. Bókmenntafélagið, Al- menna bókafélagið, eða önnur bókmenntafélög í landinu sæju sér fært að gefa það út. Þeir, sem nokkuð hafa kynnt sér málið, vita það, að ekki er hlaupið að því að fá öruggan texta að mörgum kvæðum Mattlií- asar. Allar útgáfur af kvæðum hans hafa verið morandi í prent- villum, ýms ki'æði hans hafa ekki komizt í neina útg. kvæðanna, af mörgum sálmum hans eru til ýmsar útgáfur, og ræður aðeins tilviljun, hver prentuð hefir verið. Sumir þýddir sálmar hans eru taldir frumkveðnir, og rannsókn þyrfti að gera á því, hvaðan þeir sálmar væru fengnir. Þannig koma fjöldamörg vafa- og rann- sóknaratriði til greina, sem athuga þarf og skera úr. Þá liafa slæðst merkilegar villur inn í fyrirsagnir kvæða, erfiljóð eftir fólk, sem aldrei hefir verið til, o.s. frv. Rannsaka þarf um uppruna og tildrög margra kvæða, og verður þetta því örðugra verk sem lengra líður. Það væri þjóðarskömm, ef lengur verður haldið áfram að prenta Matthías með sömu prentvillunum áratug eftir áratug. Þjóðin á að heiðra minningu slíkra snilldarmanna og andlegra velgerðarmanna sinna með því að láta gera vandaða útgáfu af verkum þeirra, og er íslenzkri menningu og tungu unnið þarf- ara verk með því en flestu öðru. Að hverju ætti Háskóli íslands fremur að starfa en leggja hér hönd að verki? Þetta er ein ástæð- an fyrir því, að mér þætti vel fara á því, að prófessor í íslenzkum bókmenntum væri falið að inna þetta verk af höndum. Ég vona, að þú styðjir þessa tillögu. Verkið verður aldrei unn- ið að gagni öðru vísi. Og hugsa sér það, hvað íslenzkar bókmennt- ir verða auðugri, þegar Matthías allur er útkominn. Þá fyrst munum við sjá, hversu fyrirferðarmikill hann var i andlegum efnum um sína daga. Maður þarf ekki annað en eldast til að verða umburðarlyndur. Nú þekki ég enga skyssu, sem ég hefði ekki getað gert sjálfur. — Goethe.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.