Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 10
152
KIRKJURITIÐ
annað eins skaplyndi, er kom hingað með mikinn hóp manna
með sér, skyldi ekki koma upp kirkju og vígðum reit, og hafa
þar prestþjónustu alla. Annað hvort hefir Unnur verið önnur en
hún er sögð, eða að kristindómurinn hefir ekki skipað háan sess
í hirð hennar. Þar fer ekki mikið fvrir þætti kristninnar.
Vel má þó gera sér grein fyrir þessu. Hér var alheiðið þjóð-
félag, eins og Landnáma segir. Kristinn gat sá einn verið, er
vrildi leggja mikið í sölurnar fyrir það. Þeir, sem kristni vildu
halda og afneita öllu öðru, voru hraktir og fengu viðumefni.
Ketill í Kirkjubæ var kallaður fífl. Hann og niðjar hans hafa
ekki átt sjö dagana sæla þessa öld, sem landið var alheiðið. Hitt
fannst flestum skynsamlegra, að fara hægt, láta sem minnst á
bera, og lofa svo öllu að kulna út. En þessir fáu, sem þoldu held-
ur alla smán en afneita trú sinni, urðu þaulvígði þátturinn í fest-
inni, hinn granni þáttur kristninnar í sögu íslands á þessu tíma-
skeiði.
Kristnin sótti fast á. Þegar kemur fram um árið 1000, og þar
á eftir í síauknum mæli, gerist þrýstingurinn frá þessu fram-
sækna afli svo geysilegur, að þess finnast varla dæmi önnur, nema
ef vera skykli fyrsta herhlaup þessarar sömu kirkju um llóma-
veldi í fornöld. Þegar vakningin frá Klunýklaustri er tekin upp
og borin fram af páfum eins og Leó IX. og Gregoríusi VII. og
svo hverjum af öðrum allt til Innocentiusar III. og eftirmanna
hans, þegar vísindi kirkjunnar hlaðast upp í höll háspekinnar,
frá Anselmusi frá Kantaraborg og Abelard til Bónaventúru og
Tómasar frá Aquino, en prédikarabræður og aðrir betlimunkar
flæða um allt, svo að sumt sé nefnt, varð allt undan að láta. í
fvrstu lotu voru löndin tekin, opnuð. í annarri lotu undirbúin
og skipulögð í erkibiskupsdæmi, biskupsdæmi og prestaköll, með
kirkjulögum og þingum. Og í þriðju lotu sigruð gersamlega, svo
að ekkert stóðst við, hvorki þjóðhöfðingjar, landslög né annað.
Hin stríðandi kirkja virtist sigla hraðbyri upp í það að verða
hin sigrandi kirkja, með jarl Krists á jörðunni í hásæti og preláta
hans allt um kring og óvígan her um allar jarðir. Þama voru öll
völd á himni og jörðu saman komin, völd yfir líkama og sál, lykla-