Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 8
Þáttur kristninnar í sögu Islands
Þáttur kristninnar í sögu íslands er, þótt kynlegt megi virð-
ast, lengri en íslandssagan sjálf, eins og það orð er venjulega
notað, þ. e. hin skráða saga. íslandssagan er venjulega talin
byrja með komu vorra norrænu feðra. En á undan þeim bjuggu
hér aðrir menn, og það er því ekki rétt, sem oft er sagt, oss til
hróss, að vér höfum ekki, eins og flestir aðrir, tekið land vort
frá neinum öðrum. Vér erum því lakari en flestir aðrir, að hér
tóku herskáir heiðingjar landið af friðsömum kristnum mönn-
um, sem komu liingað, að því er vér bezt vitum, til þess eins að
lifa hér Guði þóknanlegra lífi en annars staðar.
Þáttur kristninnar í sögu lands vors hefir sennilega hafizt með
því, að hópur þessarra góðu manna féll á kné í flæðarmáli og
flutti Guði þakkir fyrir vernd hans á langri og háskasamlegri
sjóferð um Norður-Atlantshafið. Fvrstu helgihljómarnir í íslenzkri
náttúru hafa verið söngvar klerkanna, er þeir sungu sína fyrstu
messu í faðmi jökja suð-austurlands, ekki langt frá þeim stað,
er Hallur af Síðu hlýddi síðar messu Þangbrands prests og tók
við trú.
Hve lengi þessir menn bjuggu hér, hinir fyrstu íslendingar,
sem svo má kalla, þó að landið hefði þá ekki hlotið þetta nafn,
er alveg á huldu, svo og það, hve víða byggð þeirra stóð. En
víst er, að það var ekki stutt viðdvöl. Líklega hafa þeir verið
hér svo öldum skipti. Og allan þann tíma var saga íslands ekki
undin af öðrum þáttum en þessum eina. Kristnin var öll sagan.
En svo stefndu hér að landi þau skip, sem ógn stóð af um
öll nálæg lönd. Norrænir víkingar fóru að landinu. Hinum helgu
mönnum hefir vafalaust orðið felmt við. Enginn kann þó fra
þeim tíðindum að segja. Frumbvggjarnir verða að láta land sitt
fyrir þessum árásarmönnum. Hér voru þó fyrir menn einhverrar