Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 22
164
KIRKJURITIÐ
aðshöfðingi. Nærri má geta, að sveitaprestarnir voru ekki allir jafn
færir í öllu þessu. Sumir hafa ugglaust, eins og gengur, ekki ver-
ið mikils virði í neinu af því. Og eins víst er hitt, að til voru
bændur, sem voru jafnokar prestanna í ýmsu af þessu. En ég vil
fullyrða, að allur þorri íslenzkra sveitpresta var allt þetta í ótrú-
lega ríkum mæli og ótrúlega einir um þessa hitu, svo að öldum
skipti. Og þetta gat stétt þeirra verið meðal annars vegna þess,
hvernig til hennar var efnað. Prestarnir kynntust hverjum ungl-
ingi og studdu að því, að þeir efnilegustu voru til mennta settir.
Flestir þeirra urðu svo prestar, svo að í þessa stétt valdist með al-
veg eðlilegum hætti unginn úr þjóðinni. Þessi þáttur í sögu þjóð-
arinnar verður aldrei skráður í einstökum atriðum, en á hann
verður að minna, þegar rætt er um þátt kristninnar í sögu þjóð-
arinnar. Annars yrði myndin ekki sönn.
Og svo erum vér þá komin heim, komin að vorri eigin samtíð.
Hver er nú þáttur kristninnar í sögunni, sem er að gerast? Svar
við því ætla ég að leiða hjá mér. Það er samtíð en ekki saga og
annars eðlis. Mætti ræða það á allt öðrum vettvangi og væri
fullkomlega þess virði. Þar ættu fleiri að leiða saman hesta sína,
því að vafalaust sýnist þar sitt hverjum.
Eg lýk svo þessu máli og veit þó vel, að mörgu hefir enn ekki
verið lýst, sem full þörf hefði verið að ræða, enda ekki furða,
því að hér er efni í bók frekar en eina grein.
En einn þátt veit ég um, sem ekki hefir verið nefndur og er
þó ef til vill sá, sem merkilegastur er í sögu kristninnar. En hann
er ósýnilegur og órannsakanlegur öllum nema þeim, sem rann-
sakar hjörtun og nýrun. Þessi þáttur er kristnin í hugum og
hjörtum einstaklinganna og þau áhrif, sem hann hefir haft á
breytni þeirra, ákvarðanir þeirra og störf. Hverju þetta hefii'
valdið í sögu íslands frá upphafi, verður ekki vitað fyrr en frain
verður borin bókin fróða, sem um getur í latínusálminum fræga,
lífsins bók.
MagnÚs Jónsson".