Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 5
LÍFIÐ í NÝJU LJÓSI 147
liðnum hina hinztu þjónustu af smekkvísi og viðkvæmri um-
hyggju.
Atburðirnir i’ið gröfina komu þeim á óvart, þess vegna urðu
þær hræddar í fyrstu, en er þær höfðu áttað sig, snerist ótti þeirra
í gleði, og þá sögðu þær frá því, sem þær höfðu sjálfar breytt og
séð.
Svona var þetta um alla þá reynslu, sem lærisveinamir öðluð-
ustu um hinn upprisna drottin. Hún kom þeim á óvart, en breytti
fljótt lífsviðhorfum þeirra. Þeir sáu lífið í nýju ljósi og öðluðust
fljótt nvjan sannfæringarkraft.
Þegar vér nútímamenn höldum páskahátíð og emm að hugsa
um frásagnir upprisunnar, þá skiptir það ekki svo litlu máli fyrir
oss, að gera oss grein fyrir því, á hve traustum stoðum þessar
frásagnir eru reistar.
Sumir gagnrýnendur hafa þótzt taka eftir nokkrum mismun
eða jafnvel ósamræmi í frásögnum upprisunnar, en þessi mis-
munur er miklu fremur til þess að staðfesta sannleiksgildi frá-
sagnanna og sanna það eins skýrt og verða má, að hér er um
vitnisburði sjónarvotta að ræða, sem aðeins sögðu frá því, sem
þeir sjálfir höfðu heyrt og séð og lifðu síðan í samræmi við þessa
reynslu sína.
Ef vér viljum fá sannanir fyrir einhverjum atburðum í dag-
legu lífi, þá spyrjum vér sjónarvotta, en hvorki vísindamenn né
fræðimenn einhvers staðar langt í burtu.
Þegar kristin kirkja var formlega stofnuð, þá var hún byggð
á þessum vitnisburðum sjónarvottanna, vitnisburðum þeirra, sem
höfðu verið með Jesú, heyrt hann kenna, séð hann lækna eða
verið vottar að upprisu hans. Og á þessum vitnisburðum byggir
kristin kirkja tilveru sína enn í dag.
II.
Hver eru svo áhif páskareynslunnar í lífi vor nútímamanna?
Það eru liðnar rúmar 19 aldir, síðan þeir atburðir gerðust, sem
ver höfum minnzt nú um páskana.
Vér lifum á efnishyggju öld. Tækni nútímans hefir gjörbreytt
lífskjörum og daglegu lífi vor mannanna. Heimurinn hefir minnk-