Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 15
ÞÁTTUR KRISTNINNAR í SÖGU ISLANDS
157
bálkar, svo sem Oddaverjar og Haukdælir, Svínfellingar og Ás-
birningar, að ekki séu nefndir sjálfir Sturlungar, og fremstu
menn þessarra ætta gerast nú „höfðingjar“ í alveg nýrri merk-
lngu. Sturla í Hvammi er höfðingi í gamla stíl, vel ættaður stór-
bóndi, vitur og fylginn sér. Sighvatur sonur hans er mitt á milli.
^fir hann, þennan skemmtilega stórbónda, er að færast einhver
hálf torkennileg gloría hins nýja tíma. En synir hans eru alveg
osviknir „höfðingjar“ nýja tímans, sem lieimta skilyrðislausa
hlýðni og fylgi almúgans. Skærurnar fá á sig svip borgarastyrj-
alda. Biskupar ganga að vísu á milli og reyna sættir. En nú var
af, sem áður var, er menn gerðu fyrir biskups bón eða lotningu
fyrir honum að slíðra sverðin. Annað og meira þótti nú í húfi
vera.
Og svo kom hér til greina hitt atriðið, sem ég drap á: Hæg-
f^ra, en jafn ótvíræð breyting var orðin í kirkjunni íslenzku og
hennar höfðingjum.
Biskupar íslenzku kirkjunnar eru orðnir aðrir menn en áður
v°ru þeir. Þeir eru enn um hríð íslenzkir höfðingjar. En inn í
hið íslenzka höfðingjablóð hefir seytlað annað og óskylt blóð,
blóð hinnar miklu alþjóðastofnunar, sem þrýsti, fastar og fastar,
°g krafðist síns réttar.
Enginn efi er á því, að biskuparnir fyrstu í Skálholti og á Hól-
Uni> þeir ísleifur og Jón Ögmundsson, hafa verið sannir fulltrúar
hirkjunnar. Sérstaklega virðist Jón hafa drukkið í sig anda hinn-
ar rniklu vakningar, er kveikt hafði elda sína í kirkjunni upp úr
^oiðri 11. öldinni. Hann kemur utan, rúmlega tvítugur, einmitt
Uln það leyti sem Gregóríus VII. sezt á páfastól. Dunumar af
viðureign keisara og páfa kveða við um álfuna og einnig í eyrum
hans. Og öll aðferð Jóns virðist benda til þess, að hann hafi ver-
ið heill og óskiptur liðsmaður í þeim átökum.
En hin gamla íslenzka kjölfesta er meiri í þessum mönnum
®n svo, að þeir kollsigli sig í fyrstu hrinu. Þeir geta ekki gerzt
• tingamenn. Verkefnin voru líka svo mörg og mikil, að koma
'nstninni hér á legg í sinni einföldustu mynd, að óðs mann æði
vefði verið að heimta kirkjunni hér til handa það vald, sem hún
v ar nú að sækja úti í löndum. Elzta kirkjan hér er einhver ramm-