Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 28
170
KIRKJURITIÐ
til þess að vaxa hátt upp í trjánum, þar senr ekki er nokkur leið að ná til
þeirra, en lætur sér þó ekki nægja það, heldur skapar líka örlítil kvikindi,
sem lifa í maganum á mýflugunni og valda lífshættulegum sjúkdómi, þegar
þau komast inn í holdið á mönnurn. En til þess að ganga rækilega frá því,
að plasmodium malaríæ hljóti að komast inn í hlóð mannsins, er flugan
þannig gerð, að kvendýrið getur ekki fengið egg sín fullþroskuð nema hún.
nái að stinga mann og sjúga úr honum blóðið. Og um leið og hún gjörir
það, spýtir hún malariukvikindunum inn í blóð hans. Það er hreint
ekki svo einfalt að koma malariukvikindunum inn í blóð mannsins en með
því að koma þeirn fyrir í maga mýflugunnar og treysta á blóðþorsta
óléttra kvendýra, tekst svo vel að halda sjúkdómnum gangandi, að enn í
dag er malaria sá sjúkdómur, sem drepur og sýkir flest fólk í heiminum . .. . “
Svo mörg eru þessi orð. Þeir, sem trúa á sköpun.....Lýsing
sjálfs prófessorsins virðist algjörlega útiloka alla tilviljun. Málið
alltof flókið og útgrundað til að hún geti komið til nokkurra
greina. Þetta verður þess vegna eins konar sköpunarsaga.
Um góðvilja skaparans má náttúrlega mikið deila, enda óspart
gert á öllum öldum. En hæpið er, að þetta dærni (né önnur svip-
uð) hreki verulega öll hin, sem benda til gæzku gjafarans t. d.
móðurástina, og þá náð að gefa mönnum allt það vit og þann
mátt, sem þeir eru alltaf að stæra sig af, svo að maður nefni ekki
opinberunina né Krist sjálfan.
Hitt er víst, að þekkingin á uppruna, eðli og tilgangi liins illa,
og afstöðu þess til Guðs föður er enn í miklum molum. Og hætt
við, að enn verði lengi vaðið í ýmissum blekkingum, ekki aðeins
í þeim efnum, heldur líka á sviði vísinda og heimspeki.
Annars mætti ætla, að hinn snjalli vísindamaður, prófessor
Dungal, sem sízt skal lastaður, hafi sýkzt af einhverri „andtrú-
arlegri malariu," hvaða fluga, sem hefir bitið hann, eða hvernig
sem hún hefir farið að því.
En þetta batnar sjálfsagt, ef ekki þessa lieims þá annars.
Guknar Arnason.
Kristni er raunar livorki sérstakar játningar né fylgd við vissar reglur, held-
ur sérstakur andi og hlutdeild í vissu lífi. — Baillie.