Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 18
160 KIRKJURITIÐ ekki sízt á sviði bókmennta og lista. Þar ætti hann að sjást skýr- ast, enda mun svo vera. Eg mun þó fara um það færri orðum en efninu liæfir, því að hér er sérstaklega rætt um sjálfan þráð þjóðarsögunnar. En þó get ég ekki með öllu fram hjá því gengið. Mér dettur nú ekki í hug að halda, eða halda því fram, að hér hafi ekki verið menning áður en kristni kom í landið. Hingað virðist hafa borist með landnámsmönnum ekki aðeins nokkur menning, heldur miklu fremur hámenning, gróin og innlífuð. Ef örnefnin íslenzku eru frá landnámsmönnum, og líklega verður að ætla, að allur þorri þeirra sé frá þeim af vorum kynstofni, sem fyrstir námu landið og settust hér að, þá endurspegla þau ein svo mikla snilld í athugun og orðsins list, að oss setur hljóða. Þarf ekki annað en athuga til samanburðar örnefnagerð skálda vorra í verkum þeirra, eða örnefni íslendinga vestan hafs til þess að sjá, hvílíkt djúp þar er staðfest milli. Og það er deginum ljós- ara, að hér hefði ekki sprottið upp slík uppskera snilldarverka, sem forbókmenntir vorar eru, nema til hennar væri sáð í gam- alræktaðan og vel hirtan jarðveg. En kristnin leggur sitt til. Hún kemur með penna og blek og bókfell og handhægt stafróf og setningafræði og alla kunnáttu að skjalfesta hvað eina, svo að það gæti geymst. Og svo skulum vér ekki heldur gleyma því, að hún kom með fjársjóðu þekk- ingar og speki. Hún kom með hina andlegu spekina, til dýpra skilnings á öllu. Og hún kom með fleira, því að langt var frá því, að öll hennar þekking væri guðfræði ein. Þessi þekking og kunnátta með að fara var svo fengin í hend- ur þeirri kynslóð, sem ég áðan minntist á, og af þeim samfund- um og þeirri blóðblöndun, sem þar verður, kviknar þetta nýja líf, þessar bókmenntir, sem vér erum með réttu hreyknir af, þó að lítið hafi enn verið gert að því að koma þeim á framfæri. Enn er verið að gefa út mikil yfirlitsverk um bókmenntir veraldar- innar, án þess að þessarra bókmennta gæti svo sem neitt. Ekkert er sennilegra en að obbinn af hinni fornu menningu hefði runnið út í sandinn og gleymst, ef hún hefði ekki komizt í þessa snertingu við kristnina. Og mikið hefir vafalaust týnst. Sumt af því hefir týnst beinlínis fyrir tilstuðlan kristninnar, og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.