Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 7
149
LÍFIÐ í NÝJU LJOSI
að enginn geti skotið sér undan ábyrgð á lífi sínu, með því að
segja, að ekkert líf sé til eftir dauðann og ekkert eilíft réttlætis-
iögmál í tilverunni.
Vér erum allt af að kveðj'a vini vora, sem hverfa af þessum
heimi. Dauðanum fylgir allt af alvara og oft hin sárasta sorg
og söknuður, enda breytir hann oft svo miklu um hagi vor mann-
anna. En ef að vér lítum á samband lífs og dauða í ljósi uppris-
nnnar, þá fylgir dauðanum ekki lengur sú sorg og svartsýni, sem
hefir gert svo margan einmana og óhamingjusaman.
Þá styrkir páskareynslan trú vora á sigurmátt hinna eilífu
hugsjóna, réttlætis, sannleika og kærleika í þessum heimi.
Kristur var krossfestur, steinn var látinn fyrir gröf hans, gröf-
ln var innsigluð, og vopnaðir hermenn gættu grafarinnar. Stein-
mum \ ar velt frá, innsiglið brotið, hermennirnir lögðu á flótta.
°g krossinn varð sigurtákn. Allar ráðstafnir valdsins, harðstjórn-
nrinnar og kúgunarinnar urðu að engu gerðar b’rir kraft hins
upprisna Drottins.
Hvílík uppörvun fyrir þá, sem verða að þola og þjást fyrir
rettlætis sakir, hvílíkur styrkur þeim, sem berjast hinni góðu
haráttu í þjónustu réttlætisins, sannleikans og kærleikans.
^Ef Guð er með oss, hv£r er þá á móti oss.“
Þegar vér hugsum um upprisu frelsara vors, áhrif hennar og
gildi fyrir trúarlífið, þá varpar hún Ijósi yfir líf og dauða, yfir
s°rg 0g gleði og jafnvel yfir hina hversdagslegustu atburði líð-
andi stundar.
í hvert sinn, sem vér höldum páskahátíð, styrkjumst vér í trúnni
a sigur lífsins og Guðs eilífu handleiðslu og sannfærumst um
navist hins upprisna Frelsara.
ÓSKAR J. ÞORLÁKSSON.