Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 41
SKULDIN VIÐ SKÁLHOLT 183 mér það vitanlega sérstakt fagnaðarefni, að nokkrir íslendingar í Vesturheimi hafa þegar sýnt í verki góðhug sinn til þessa máls °g þá um leið verðuga ræktarsemi til söguvígðs Skálholtsstaðar. — Veit ég, að margir fleiri íslendingar þeim megin hafsins muni bera sama hug til þessa máls, sé athygli þeirra dregin að því, °g heiti ég að styðja það göfuga hugsjónamál eftir mætti meðal landa minna vestan hafs. En vér eigum þar jafna þakkarskuld að gjalda eins og þið landar okkar heima á ættlandinu, og sæmir °ss að taka höndum saman um slíkt menningarmál yfir hafið, því að það er báðum til gagns og treystir um leið ætternisböndin. Jafnframt sýnum vér í verki heilbrigða rækt við sögulegar tninjar vorar og merkisstaði, því að vér bíðum tjón á sálu vorri, ef vér slitnum úr tengslum við uppruna vorn og sögu, svo sam- gióin erum vér, íslandsbörn, móðurmoldinni andlega og menn- ingarlega talað. í hinu fagra inngangskvæði að einyrkjasögu sinni um Björn a Heyðarfelli falla Jóni Magnússvni orð um svipmikla söguhetju sína: „Mér fannst hann vera ímynd þeirrar þjóðar, sem þúsund ára raunaferil tróð og dauðaplágum varðist gadds og glóðar, en geymdi alltaf lífs síns dýrsta sjóð. — Því gat ei brostið ættarstofninn sterki, Jiótt stríðir vindar græfu aldahöf, að fólk, sem tignar trúmennskuna í verki, það tendrar eilíf blvs á sinni gröf“. Eg trúi því fastlega, að í verðugri endurreisn Skálholtsstaðar °g a öðrum sviðum haldi íslenzka þjóðin áfram að sýna í verki í fagurri mynd trúmennsku við ætt sína og erfðir, við hið bezta í s]alfri sér, og tendri með Jieim hætti J>au björtu blys menningar °g manndóms, sem lýsi vítt um heim og í aldir fram. Guð blessi land vort og þjóð! Richard Beck.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.