Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 30
172 KIRKJURITIS hópfundi söfnuðust menn á ný í aðal-fundasalinn. Leiðtogi hvers flokks gaf stutta greinagerð og skýra um það, sem þar hafði rætt verið. Að síðustu leysti svo framsögumaður úr fyrir- spumum og skýrði nánar einstök atriði, er borið liafði á góma. Vandi er að lýsa svo vel fari því, sem þarna bar einkum á góma. Framsöguerindin voru öll ýtarleg og góð. Einstök atriði þeirra voru að sjálfsögðu „krufin" á samtalsfundunum, og þar gafst útlendingnum stundum færi á að skyggnast inn fyrir stafinn í ýmsum vistarverum norsks kirkjulífs. Fyrsta fundardag hafði Smemo biskup framsögu um efnið: Prédikunin sem boðskapur frá Guði. Biskup lagði megináherzlu á, að öll prédikun verður boðskapur Guðs því aðeins að hún •eigi uppsprettur sínar í Orðinu. En Kristur er Orðið. Hann er boðskapurinn in persona og því grundvöllur allrar prédikunar. Kirkjan er fædd af þeirri trú, lifir til að vitna um þá trú. Boð- skapurinn er: Kristur. Prédikunin á að veita Krist. En prédikunin er líka tal syndugs manns og hugsanir hans um Orðið. Prédik- un mín er hluti af lífi mínu og kirkjunnar. Því get ég ekki ann- að en beðið Drottin fyrirgefningar og þarf hennar inest, er ég hefi prédikað. Boðskapur Biblíunnar tjáir ekki ytri atkvæði og orð, heldur yfirgengur hann mannlegan skilning. Þessi boðskapur liggur ekki á ytra borði. Menn verða að heyra hann gegn um það, sem auga sér og eyra heyrir. Er hann knýr oss til að laga líf og fram- tíð eftir honum, þá fyrst er hann orðinn oss boðskapurinn frá Drottni." Dr. Bomann talaði annan daginn um efnið: Prédikunin sem boðskapur til nútímans. „Kirkjan getur aldrei „kristnað" heims- menninguna. En hún á að tala til mannanna. Samstarfsmenn þurfum vér. Ekki aðeins starfsins vegna, held- ur vegna sjálfra vor sem prédikara. Áheyrendur eiga líka sinn þátt í því, hvort prédikun prestsins nær til fólksins eða ekki. Kristindómurinn upphefur lýðinn alltaf menningarlega séð. Umhverfið mótar hvern mann. Vér getum engan hrifið frá um- hverfi sínu og menningu. En menningargildi prédikunarinnar er það, að hún skapi hjá oss nýtt viðhorf til mannanna. Ef ver

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.