Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 16
158
KIRKJUBITIÐ
asta þjóðkirkja, sem til hefir verið. Hún er algerlega ofin inn í
þjóðskipulagið, með þess goðavaldi, löggjöf og dómskipun. Og
biskuparnir eru höfðingjar að fomum sið. Allt hið nýja urðu
þeir að reisa á gamla grunninum. Hvað Jón Ogmundsson hefir
hugsað, skal láta ósagt, en hér stóð hann og gat ekki annað.
En svo fer þetta að breytast. Kirkjan sezt á laggirnar. Nýr
kristinna laga bálkur er lögtekinn, og kirkjan fer að spenna stakk
sinn þéttar og þéttar. Krafturinn að utan þrýstir á. A biskupsstól-
ana fara að setjast menn, sem ýmist eru þjálfaðir fullkomlega
innan veggja kirkjunnar, eins og ábótinn og meinlætamaðurinn
Þorlákur Þórhallsson, eða ofsamenn, sem minna eru bundnir
af ættarhefð, eins Guðmundur Arason. Þeir gera áhlaup sín án
þess að hika. Þeir reka sig að vísu á harðan vegg forna valds-
ins, en valda þó óróa og skilja eftir djúp för, bæði hið ytra 1
þjóðlífinu og hið innra í hugum fjölda manna, sem verða hrifn-
ir af málstað þeirra og einurð og gefa sig þessum nýja málstað
á vald af heilum hug. — Höfðingjavaldið á biskupsstólnum var
þó engan veginn brotið á bak aftur í einni svipan. Það hefir
haft sín áhrif og dregið úr áhlaupunum, að mestu höfðingjar
landsins, Oddaverjinn Páll, sonur Jóns Lofstssonar, og Haukdæl-
inn Magnús, sonur Gizurar Hallssonar, taka við af Þorláki og
sitja á Skálholtsstóli samtímis Guðmundi á Hólum.
En svo verða mikil og afdrifarík umskipti. Þessi þjóðlegi þráð-
ur er kubbaður sundur á báðum biskupsstólum, höggvinn uiR
þvert. Erlendir biskupar eru skipaðir á báða biskupsstóla. Þetta
hlaut að valda stökkbreytingu. Því hefir oft verið lýst, hveniig
þessir erlendu biskupar studdu málstað Hákonar konungs hér
á landi, og skal ekkert úr því dregið. Hins hefir síður eða ekki
verið minnzt, hvernig þeir hlutu að slíta þann dýrmæta þráð,
er hélt biskupunum og kirkjunni íslenzku á þjóðlegri braut. Þeir
íslenzku biskupar, er síðar settust að stólunum, voru allt aðrir
menn í stjórn sinni. Jafnvel þeir biskupar, sem rólegastir voru
og mestir íslenzkir höfðingjar, eins og Brandur Jónsson, Jörundur
Þorsteinsson og Árni Helgason, beita öllu sínu viti að því að efla
kirkjuna að áhrifum, auði og völdum á kostnað forna innlenda
valdsins, að ekki séu nefnd nöfn eins og Árni Þorláksson.