Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 37
Quð minn! ‘ttver kyssti mig? Ég stóð að morgni dags fyrir framan stóra járntjaldið, þar sem gengið er inn í lögreglustöðina og bráðabirgðafangageymsluna. Þarna biðu nokkrir aðrir, sumir af forvitni, aðrir þeirra erinda að hitta einhvern sér nákominn. Ég beið þess eftirvæntingarf ull, að dyrnar opnuðust. Heyrði ég þungt fótaþramm, sem nálgaðist, °g um leið skerandi kvenmannsrödd, er varð síhærri. Um leið °g hliðið opnaðist, leit ég sjón, sem ég efast um að sjálf eilífðin rnai úr huga mínum. Tveir lögregluþjónar drógu konu á milli Sln, og tveir aðrir fóru á undan, en tveir fylgdu á eftir. Þetta voru fílefldir risar, en konan alveg hörmuleg útlits. Ógreitt hárið féll í sneplum niður um andlitið, hægra gagnaugað marblátt og uPphlaupið, storknað blóð á hinu. Tötrarnir, sem hún var í, rifn- lr og blóðugir. Hún reyndi af öllum mætti, að slíta sig af lög- regluþjónunum, og andrúmsloftið virtist þrungið af blótsyrðum hennar og bölbænum. Hún skók á sér höfuðið, og lögregluþjón- arnir sex bæði drógu hana og ýttu henni. Hvað gat ég gert? Eftir augnablik mundi ég hafa misst af lúnu gullna augnabliki til hjálpar henni. Gat ég beðið fyrir henni? Hl þess vannst ekki tími. Gat ég sungið sálm? Hrein fjarstæða. Gat ég þulið henni einhverja ritningargrein? Hún mundi engu skeyta því. Ég gaf mér ekki tíma til að hugsa um það, hvort það Vasri æðri vísbending eða ekki. Ég veit það eitt, að um leið og hún fór framhjá mér, gat ég ekki að því gert, að ég gekk að henni °g kyssti liana á vangann. Verið getur að lögregluþjónunum hafi orðið það að losa Uln hald sitt á henni við þessar óvæntu aðfarir. Það eitt er víst, að hún gat rifið sig lausa, og um leið og vindurinn þyrlaði lausu hárinu frá ásjónu hennar, hóf hún spentar greipar mót gráum himninum og hrópaði: „Guð minn!“ Eitt augnablik skimaði hún eins og æðisgengin í kring um sig

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.