Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 46
188 KIRKJURITIÐ í fangelsi. Hann á nú lítinn garð í Búdapest og lifir á því að rækta hann. Jafnframt gefast honum nokkrar tómstundir til andlegra iðkana. Hann skrifaði nýlega biskupi Islands bréf það, er hér fer á eftir. — „Oft minnist ég þings Lúterska heimssambandsins í Lundi 1947, þá er ég fann fyrsta sinn á æfinni íslenzka kirkjumenn. Eg hygg tvö ár liðin síðan er ég frétti lát Sigurgeirs biskups Sigurðssonar. En ég fékk ekki að vita, hver varð eftirmaður hans. Nú er ég hefi fengið að vita það, heilsa ég yður, herra biskup, í Drottins nafni og bið blessunar Guðs yfir störf yðar og líf. — Hjartans þakkir fyrir bækur dr. Magnúsar Jónssonar prófessors um Hallgrím Pétursson. Þær urðu mér til mikillar gleði, því að lengi hefir mér þótt mikið koma til Passíusálma Hallgríms Péturssonar og æfi hans. — Ég fékk þá fyrst vitneskju um hann, er ég las Kirkjusögu Islands eftir Jón biskup Helgason á dönsku. Þá vaknaði ást min á kirkju íslands, og síðan bið ég alltaf á hverju kvöldi fyrir henni. — Það eru vist tuttugu ár síðan ég skrif- aði í ungverska kirkjuritið okkar, Haranszo, um kirkju íslands og sendi fóni biskupi Helgasyni eintak. En ég veit ekki, hvort hann hefir fengið það. Því miður kann ég ekki enn íslenzka tungu. Mér hefir reynzt ókleift að út- vega mér íslenzka málfræði og orðabók. En árum saman hefi ég átt „Nýja testamentið og sálmana“ og lýk nú við lestur þess öðru sinni. Þar sem æfisaga Hallgríms Péturssonar er mér kunn, vonast ég til þess, að geta smám saman skilið bókina um hann, og ef til vill einnig skilið sálma hans ut frá Biblíumálinu. Ég hefi þegar leitazt við að lesa nokkrar blaðsíður í bók- Magnúsar prófessors Jónssonar og komst að því mér til mikillar gleði, að ég skildi talsvert. Ég vona, að það megi ganga betur og betur, eftir þvi sem stundir líða. — Nú hvílir þungur kross á kirkju vorri hér á landí. Hann hefir einnig orðið kross æfi minnar. En ég vona, að náð Guðs lati þá tíma renna upp fyrir okkur, að við getum fundizt ef til vill og ég þa fengið tækifæri á því að þakka biskupnum persónulega fyrir þá vinsemd, sem hann hefir sýnt mér. Drottinn blessi biskupinn og íslenzku kirkjuna. Yðar einl. Lajos Orclass. Nokkrar tölur. Talið er, að kristnir menn séu um 600 milljónir, eða þriðji hver ibúi jarðarinnar. Tala hinna helztu kirkjudeilda og kristinna trúarflokka er sögð sem næst þessu: Rómversk kaþólskir 458,6 milljónir. Grísk-rómverskir 150 milljónir. Lúterstrúarmenn 70 milljónir. Öldunga- kirkjumenn (Presbyterianar) 41 milljónir (fullorðinna). Biskupakirkjumenn 30 milljónir. Endurskírendur 22 milljónir (fullorðinna). Meþódistar 16 miUj' ónir (fullorðinna). Af smærri trúarflokkum má nefna Adventista (1 milljón) og Kvekara (186.000).

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.