Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 23
PTSTLSR
v_________J
Uppspiettan.
Einhvers staðar inni á öræfum er lítil lind, sem lætur ekkert
yfir sér innan um grjótið í hjarta auðnarinnar. Það er undir hæl-
mn lagt, hvort nokkur núlifandi maður hefir komið að henni,
°g öldungis víst, að enginn minnist hennar nema að gefnu til-
efni. En hún er upptök fljótsins, sem fellur út heiðamar og er
Hfaeð dalsins.
Það er fróðra manna mál, að stórfljótin eins og t. d. Níl og
Ganges hafi verið lífmæður menningarinnar. En einnig þau eiga
sniar uppsprettulindir, uppi til fjalla eða inni í myrkviðnum.
Upprisan er uppspretta kristninnar kirkju, — og kristnin að
nokkru leyti lífmóðir vestrænnar menningar. Nú á dögum blikna
Samt páskarnir í bjarmaflóði jólanna. Mörgum er ókunnugt, að
Eðnar voru meir en þrjár aldir frá Krists burði áður en tekið
'ar að halda hátíðlega fæðingarhátíð hans. Enn óljósar virðist
sumuni vera, að enn standa þessi orð í gildi: „Ef Kristur er ekki
uPprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar‘. Svo ekki
Se talað um hitt: „Ef vér höfum sett von vora til Krists í þessu
Efi og allt er þá úti, — þá erum vér aumkvunarverðastir allra
manna".
Uér er ekki rúm til að rökræða heimildargildi N. T., né form
upprisunnar. En ég fullyrði, að það er hreinn misskilningur, sem
aHt of margir hafa látið blása sér í brjóst, að frumrit kristninnar
Seu omstum einvörðungu trúarheimspeki og vafasöm háspeki,
" en ekki venjuleg og veruleg sagn- og sannfræði. N. T. hefir
°mið skírt úr hreinsunareldum sögulegrar gagnrýni, hefir reynzt
Sxgilt sögurit. Og þeir, — hvort heldur guðfræðingar eða aðrir, —