Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 47
+---------------— ----—.—+ ------j TnnMdr fréttir j-------------------- —.—.—.——.—4 Selfosskirkja vígð. Á pálmasunnudag vígði biskup Selfosskirkju, sem er vandað og veglegt Guðs liús. Mikið fjölmenni var viðstatt, m. a. 17 and- kgrar stéttar menn, hempuklæddir og aðstoðuðu nokkrir þeirra við vígzlu- athöfnina. Sóknarpresturinn, séra Sigurður Pálsson, flutti prédikun. Ágæt- ^ega æfður söngflokkur annaðist söng undir stjórn Guðmundar Gilssonar organleikara. Síðar um daginn var aftur guðsþjónusta fyrir fullri kirkju. Annaðist héraðsprófasturinn, séra Gunnar Jóhannesson altarisþjónustuna, en sera Bjarni Jónsson vigslubiskup prédikaði. — Selfosskirkju bárust margar agætisgjafir á vigsludegi hennar. Hefir söfnuðurinn ekkert til sparað, að liún yrði sem veglegust á allan hátt. — Sóknarnefnd bauð kirkjugestum til rausn- arlegra veitinga. Goðar fréttil'. Víkingur Jóhannsson organleikari í Stykkishólmi var nýlega á ferð í Reykjavík, m. a. þeirra erindi að undirbúa kaup á pípuorgeli 1 Stykkishólmskirkju. Hann kvað kirkjusókn vera ágæta í þorpinu. Kirkjan sjálf er gömul og raunar alltof lítil, en henni væri mjög vel við haldið, og v*ri í henni prýðileg raflýsing og rafhitun. Gleðilegt að heyra um svona græna bletti. aga um kirkjuþing og kirkjuráð var samkv. beiðni lagt fyrir síðasta Alþingi. Fór til menntamálanefndar ^feðri deildar, en var svo seint borið fram, að það komst ekki lengra. Hafði Samt mikið fylgi. 5)íslandskvöld“ var haldið í Stokkhólmi 4. marz þ. á. til ágóða fyrir Skálholtsklukkuna. Stóðu sömu aðilar að því og hinu fyrra kvöldi, sem Setið hefir verið um, að var haldið í Sviþjóð í haust. Lík dagskrá. Margir böfðu komið. Séra Eiríkur Brynjólfsson skrifar í nýkomnu bréfi: „. .. . Jólin voru ^°gur hátið hér eins og annars staðar. Við fengum margar og góðar gjafir °g fjöldann allan af bréfum og kortum frá fólki heima og hér í álfu. Við '°rum alveg orðlaus og auðvitað innilega þakklát fyrir alla þessa miklu jwsemd. Ég skrapp til San Francisco í lok janúar. Það fór vika í það ferða- ag> sem bæði var fróðlegt og skemmtilegt, og ekki þurfti ég að greiða eitt Cent úr mínum vasa. Þarna voru 200 prestar saman komnir, og það var Frumvarp til kirkjumálaráðherra

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.