Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 42
Samvinna norrænna prestaíélaga
Svo sem íslenzkum prestum er kunnugt, komu fulltrúar allra hinna
norrænu prestafélaga saman að Sigtúnum í Svíþjóð. Var þar aðallega rætt
um hinn væntanlega norræna prestafund, er haldinn verður í Reykjavík
dagana 2.-6. ágúst í sumar.
Upphaflega höfðu vonir allra staðið til þess, að fundur þessi gæti farið
fram um svipað leyti og Skálholtshátíðin. Svo gat þó eigi orðið, af þeirri
ástæðu, að ekki tókst að fá heppilegan farkost handa hinum erlendu prest-
um á þeim tíma, er Skálholtshátíðin verður haldin. — íslenzkum prestum
er þetta til mikils óhagræðis, því að fyrir bragðið verða prestarnir út um
landið að taka sig upp tvisvar frá prestaköllum sínum og búum sínum.
Sarnt vona ég, að allir séu fúsir til að gera sitt ýtrasta til þess, að fundur-
inn verði vel sóttur, því að hér mun gefast ómetanlegt tækifæri til að kynn-
ast sumum ágætustu mönnum systurkirknanna og norrænum prestum úr
borg og bæ. Sjálfir hlakka þeir til ferðarinnar og gera sér miklar vonir uni
góð kynni af íslenzkum starfsbræðrum sínum.
Dagskrá fundarins verður síðar birt.
A Sigtúnafundinum voru einnig teknar ákvarðanir um að skipuleggja
samstarfið milli prestafélaganna betur en verið hefir. Fer hér á eftir fund-
arályktun um það efni:
„Fundurinn skorar á stjómir prestafélaganna að koma á öflugu skipu-
lagi á norræna samvinnu, með því að tilnefna tvo menn — fonnanninn eða
þann, sem stjórnin kann að kjósa í hans stað, og ritarann eða annan með-
lim stjómarinnar — er eigi sæti í norrænni samvinnunefnd, sem haldi fund
einu sinni á ári og leitist við að efla samvinnu hinna norrænu prestafélaga.
Stungið er upp á eftirfarandi verkefnum:
1. Prestafélögin hjálpist að því að koma á fót fastri upplýsingaþjónustu,
þannig að hver stjóm sendi hinum félagsblöð, kirkjublöð, árbækur,
yfirlitsritgerðir og skýrslur um sérstök mál, og ef til vill afrit af fund-
argerðum, þó þannig, að gætt sé fullrar tillitssemi í sambandi við hið
síðarnefnda. Mælir fundurinn með því, að kirkjublöð njóti aðstoðar
frá mönnum í öðmm norrænum löndum. Æskilegt væri, að eitt tíma-
rit yrði samnorrænt að efni.
2. Prestafélögin ættu að vinna að útbreiðslu og gagnkvæmum skiptum