Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 25
PISTLAR 167 Hvers vegna fékk ég þessa glýju í augun, og hljóp roðinn svona fram í kinnarnar á mér, hvað dró að sér athygli mína? Hann var þarna alveg ótvírætt, svona einum þriðja vegar innan við kirkju- dyrnar. Hann bar yfir söfnuðinn og hreyfðist, — færðist mót ljós- inu. Óumræðilega fagur! Enginn geislabaugur, en við mér bar vanga göfugrar ásjónunnar, sem var upplyft mót ljósinu. Hvorki form hennar né yfirbragð átti sinn líka. Aldrei hefi ég hrifist neitt líkt af frábærri fegurð forms eða lita, hvorki á listasöfnum, ne f nýtízku samkvæmissal. Hann kann að hafa verið þarna í fimm mínútur, ef til vill tíu. Honum dvaldist, þótt Hann færðist mót ljósinu. Skyndilega var Hann þarna ekki lengur. Enginn annar sá Hann þennan morgun, að því er ég bezt veit. Og ég sá Hann raunar hvorki með augunum, né var Hann oeinn hugarburður. Og jafnvel þótt mynd Hans hefði verið end- urkast frá undirvitundinni, stafaði hún af því, að Hann var þarna. Hefði Hann verið ímyndun mín, mundi ég nú geta lýst Honum miklu nánar. En ímvndunarafli mínu er ómögulegt að fram- kalla það, sem ég sá fvrir mínum innri sjónum, — með þeim audans augum, er ég mun sjá með eilíflega.“ bannig hefir Kristur oft birzt um aldirnar. Og þeir tímar eru nu að verða hjá liðnir, að það þvki mannalegt eða eittlivert vís- lndatákn, að neita veruleika allra slíkra vitrana og opinberana °g sýna. Telja slíkt eingöngu hugaróra, eða annað enn verra. Það er svo margt til, sem allir hafa ekki séð. En þegar vér höf- Urn séð slíkt, getur enginn sannfært oss framar um, að það sé ekki til. Eins er því varið um svona fvrirbæri. „Þann arí vér beztan fengum". hví verður ekki neitað, að ólíkt minni álierzla er nú lögð á það almennt að kenna börnum kristindóm en áður tíðkaðist. ^fenn eiga hér að vísu mjög misskylt mál, en sú undantekning,

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.