Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 12
154 KIRKJURITIÐ hvort þessi tvö öfl sviptu henni sundur milli sín. írska kirkjan hafði um langt skeið einangrazt frá Rómakirkju og tekið upp ýmsar venjur og háttu, sem þóttu með öllu óhafandi í hinni ráð- ríku Rómakirkju. Af því stöfuðu átökin milli þeirra. Rómverska kirkjan hafði náð fótfestu á Suður-Englandi, og var mjög voldug umhverfis erkistólinn í Kantaraborg. Og nú laust þessum tveim kirkjum saman og hélt við voða sjálfan, styrjaldir og skálmöld. En hvað skeði? Einn af beztu mönnum írsku kirkjunnar kom á fundi beggja aðilja í Whitby klaustri, og þar var um málin samið. Og þeir samningar voru í raun og veru alveg eins og á alþingi árið 1000. Þessi mikli kirkjuleiðtogi hafði kynnt sér vand- lega mátt kaþólsku kirkjunnar. Hann sá, hver sigra myndi. Og svo var samið um það, að Rómakirkja skyldi ráða um allt Eng- land. Er ekki ofsagt, að þessi viðburður í Whitby klaustri er meðal stórviðburða vestrænnar sögu. En víkjum nú aftur til íslands. Þar átti nú að heita svo, að kristni væri komin á og það án byltingar eða blóðs, en líka án sannfæringar alls fjöldans. Og dauft hefir verið yfir kristnilífi hér framan af. Þáttur kristninnar í sögu vorri er ekki mikill fram- an af 11. öldinni. En hér var súrdegið komið, og það tók brátt að svra allt deigið. Kirkjur voru reistar, þó að fáir kynnu að syngja. Erlendir biskup- ar komu til leiðbeiningar. En langmesti viðburður í sögu kristninnar á íslandi um þess- ar mundir er vígsla hins fyrsta íslenzka höfðingja til biskups árið 1056. Að vísu er liæpið að segja, að Skálholtsstóll sé settur á stofn með þessu. Hann er ekki stofnaður fyrr en Gizur ísleifs- son gefur staðinn til biskupsseturs, einhvern tíma undir alda- mótin. En úr því að svo fór sem fór, að Skálholt hélt sínum biskupi, er ekki óeðlilegt, að halda nú á þessu ári afmæli Skál- holtsstóls. Og ekki leið á löngu, að þessi biskupsstóll fæddi af sér annan biskupsstól. Annar höfðingi var vígður til Hóla 1106. Hér var líf og gróska í öllu. Og nú gerast fleiri viðburðir til stvrking- ar hinum kristna þætti sögunnar. ísleifur biskup hafði í þreng-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.