Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.04.1956, Blaðsíða 21
ÞÁTTUR KRISTNINNAR í SÖGU ISLANDS 163 Hallgrími á íslandi kveður Kingo í Danmörku, Gerhardt á Þýzka- landi og Milton í Englandi. Ritningin er þýdd og gefin út, og nýtt bókaflóð fer um landið. Almenningur fer að lesa og syngja í kirkjunum og á heimilunum. Og gömlu bókmenntirnar rísa upp Ur gröf sinni. Það er fleira en konungsvaldið og ofbeldið, sem heldur innreið sína með siðaskiptunum, svo er Guði fyrir að þakka. Með þeim kom einnig endurreisnartíminn, nýtt andlegt líf. Þáttur kristninnar í sögu íslands eftir siðaskiptin verður mik- dl. Eg vil segja, að hann sé lífæð þjóðarinnar á þeim erfiðu dög- 11 rn, sem í hönd fóru. En sú stærð verður ekki mæld í biskupum né löggjöf, ekki í bókmenntum né kveðskap, þó að allt þetta skipti miklu máli og að öllu þessu hafi verið vel unnið eftir öllum aðstæðum. Hér má minna á risastarf Guðbrands Þorlákssonar í sþ°rn og bókagerð, á höfðingsskap og stjórnsemi Odds biskups Einarssonar, lærdóm og nákvæmni Brynjólfs biskups Sveinsson- ar. Allt eru þetta kunnir menn hverju barni. Varla er þörf að nainna á þá Hallgrím og Vídalín. Ég get þessara miklu manna hl þess aðeins að sýna, að hér er engan veginn snauður garður- Jnn. Þá mætti nefna Arngrím lærða, sem bar hróður íslands út llni lönd, flestum öðrum fremur, fyrr og síðar, svo og þá feðga Þrjá í röð Jón Halldórsson og biskupana Finn og Hannes. Margir findar gnæfa á þessari leið og sýna fullkomlega, að þáttur þess rr|alefnis, sem þeir unnu fyrir, var ekki lítill í sögu þjóðarinnar. En þætti kristninnar í sögu landsins eftir siðaskiptin verður ekki lýst svo að nærri sé réttu lagi með því að benda á tindana eina, eins og ég gat um áðan. Honum verður yfirleitt ekki að fullu 'ýst. Hann lætur svo lítið yfir sér. En þetta er þáttur hinna mörgu sveitapresta í lúterskum sið og heimila þeirra og áhrif þeirra á aUt líf 0g menningu fólksins. Prestarnir voru margir lengst af, °g flestir bjuggu alveg við alþýðunnar kjör. íslenzki sveitaprest- Urinn var menntaði alþýðumaðurinn í hverri sveit, menntaði bónd- 'nn. Og hann þurfti helzt að vera ekki einungis presturinn, sem Predikaði Guðs orð í kirkjunni og utan kirkju,bjó börn undir ferm- ^gu, skírði, gifti og jarðsöng, heldur einnig lögfræðingur og lækn- lr> hagfræðingur og verkfræðingur, kennari, bankastjóri og hér-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.