Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 6

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 6
348 KIRKJURITIÐ Ég var nýlega staddur að Þvottá í Álftafirði, sá þar bæjarstæði Halls af Síðu og tóftina tjaldsins, er hann heyrði og sá flutta í hina fyrstu messu, og ána er varð skírnarlaug hans, og hólinn, þar sem kirkja hans stóð, ein elzt kirkna á íslandi. Aldrei hygg ég, að vér íslendingar höfum átt oss höfingja, er mat það betur, sem vel var gjört, né fórnaði jafn miklu sem hann fyrir alþjóðar frið og heill og sefaði svo þá, er mest vildu í gegn gangast. Upp af þjónustu slíkra manna spratt kristni lands vors og þjóðargifta og hvers konar menning. Hann var sannur lærisveinn meistara síns, Jesú Krists, boðaði kenning hans í verki og sannleika. Og það gildir einu, hvar vér leitum í sögu þjóðar vorrar. Alls staðar þar sem göfgi skuldbindur til þjónustu, þar verða ávext- irnir miklir og góðir. Vér getum öll séð það, ef vér höldum opn- um augum vorum og eyrum. Á hverju ári, á þjóðhátíð vorri 17. júní, erum vér minnt á það. „Eigi víkja“ var kjörorð Jóns Sigurðs- sonar, eigi víkja frá þjónustunni að heillum og framförum, rétt- indum og frelsi íslands. Þannig varð hann ástgoði þess, sverð og skjöldur. Eða Tómas Sæmundsson og aðrir Fjölnismenn. Við þjónustuna urðu þeir miklir meðal íslendinga. Vér óskum einnig forseta vorum nú hinnar sönnu tignar þjón- ustunnar, að honum beri það heiti, sem æðst er á jörðu og himnh Lærisveinn Jesú Krists og þjónn og leiti í öllu fyrst og fremst ríkis Guðs og réttlætis. Vandamál þjóðar vorrar eru vissulega mörg og mikil. Og er engum fært að ráða fram úr þeim nema fyrir augliti Guðs, og þannig, að ljós fagnaðarerindis sonar hans falli á þau. Ekkert þeirra verður með öllu greint frá andlegu málunum fremur en líkaminn frá sálinni. Það hús eitt og það þjóðfélag stenzt, sem á orð hans að undirstöðu. Hann sagði, að það ríki eða heiniih, er væri sjálfu sér sundurþykkt fengi ekki staðizt og mælti í nið- urlagi Fjallræðu sinnar: Hverjum, sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, má líkja við hygginn mann, er byggði hús sitt á bjargi; og steypiregn kom ofan og stormar blésu og skullu á því húsi, en það féll ekki, því að það var grundvallað á bjargh Já, Fjallræða Jesú er stjórnarskrá Guðsríkis á jörðu. Vegur þjón- ustunnar — vegur lífsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.