Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 11
HÁTÍÐ AÐ HÓLUM í HJALTADAL 353 Mvnd Jóns biskups verður því tilkomumeiri sem vér virðum betur fyrir oss sögu hans. Vér getum séð skýrt hinn mikla og dýrlega mann, fríðan söngmann, bjartan í augum, gulan á hár er átti rödd svo fagra, að hún þótti líkari engilsraust en manns, og sá í draumi drottin vorn Jesúm Krist sitjanda í kirkjukór og á skemli fvrir fótum lians leikanda á hörpu Da\'íð konung og sló síðan sjálfur á hörpu hið sama lag. „Hann var maður svo hug- góður, að varla mátti hann sjá eða vita það, er mönnum var til Tneins, en svo ör og mildur við fátæka menn, að varla hafði hans maki fengizt. Hann var sannur faðir allra fátækra manna, buggaði hann ekkjur og föðurlausa, og engi kom svo harm- þrunginn á hans fund, að eigi fengi á nokkurn veg huggun af hans tilstilli. Svo var hann ástsæll við allt fólk, að engi vildi nálega í móti honum gera, og var það meir sakir guðfegrar ást- ar, þeirrar er allir menn unnu honum, en líkamlegrar hræðslu. ... Hann hafðist jafnan nokkuð það að, er nytsamlegt var, og hvað sem hann gjörði, þá voru varir aldrei kyrrar frá lofi almátt- ngs Guðs.“ Þrennt hefir verið talið mest um vert í lífsstarfi hans: Hann spandi út hingað með sér Sæmund Sigfússon hinn fróða, þann mann, er einhver hefir verið mestur nytjamaður Guðs kristni á þessu landi og munu nú liðin rétt 900 ár frá fæðingu hans. Jón biskup gjörði Hóla að menntasetri og skóla með þeim agætum, að ekki aðeins Norðnrland heldur allt ísland naut góðs af 0g er til sannrar fyrirmyndar enn í dag. Og hann blés þeim lífsanda í kristni og kristnihald, að „vakn- mg“ reis, svo að vér höfum aldrei slíka séð hvorki ft’rr né síðar, söngurinn var heilagt sakramenti hennar. Rétt og fagurlega lýsir Matthías Jochumsson þessu verki braut- D’ðjandans fvrir skóla og kirkju: „Sumir kenna, sumir smíða, syngja, nema, rita, þýða; einn er biskup allra sól.“ Og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.