Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 10

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 10
352 KIRKJURITIÐ æfinga um háannatímann. Ber þá og söngstjórum þeirra sér- stakar þakkir. Enn hafa þrír þeirra ekki verið nefndir, Arni Jóns- son bóndi á Víðimel, frú Pála Pálsdóttir, Hofsósi og frú Hulda Óskarsdóttir, Vatni. En allsherjarsöngstjórn og undirbúning hafði Eyþór Stefánsson, svo sem fyrr er að vikið. Vonandi er, að allt þetta góða fólk finni þakkir sínar í verkinu sjálfu og hátíðargestir hafi haft blessun af samverustundinni. Ræða er herra Ásmundur Guðmundsson biskup flutti að Hólum í Hjaltadal 19. dgúst sl. Hlýðið á orð Heilagrar Ritningar í Hebreabréfinu 13, 7: Verið minnugir leiðtoga ijðar, sem Guðs orð hafa til yðar talað: virðið fyrir yður, livernig æfi þeirra lauk, og líkið síðan eftir trú þeirra. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og drottni Jesú Kristi. Orðin, sem ég las, eiga við á þessari hátíð, er 850 ár eru liðin frá stofnun Hólastóls og vér sjáum þar í anda friða fylking leið- toga vorra, er Guðs orð hafa talað til feðra vorra og mæðra. Vér skulum vera minnug þeirra oss til sálubótar. Og nú vil ég frá altari Hóladómkirkju minnast með yður sérstaklega hins fvrsta þeirra, Jóns Ögmundssonar, er vígður var biskup yfir Norð- lendingafjórðungi af Össuri erkibiskupi í Lundi 29. apríl 1106. En minning hans er hliðstæð ísleifs Gissurarsonar í Skálholti og milli þeirra hið nánasta samband: ísleifur fóstri og kennari Jóns, og segir svo í Jóns sögu helga, hinni elztu, að hann hafi mælt svo um ísleif: „Hans skal eg ávallt geta, er eg heyri góðs manns getið. Nú var þetta fagur vitnisburður ísleifi biskupi. er heilagur maður skyldi svo ræða um hann, en virðing mikil Jóni biskupi, er slíkur maður skyldi hafa fóstraðan hann.“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.