Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 9
HÁTÍÐ a» hólum í hjaltadal 351 og aðra fyrirgreiðslu hinna mörgu gesta, er sóttu Hóla heim að þessu sinni, en þau reka þar sumarhótel, sem kunnugt er. Kl. 4.30 hófst dagskráin að nýju. Söngpalli og ræðustóli liafði verið komið fyrir austan kirkjunnar, og fóru dagskráratriðin þar fram, en áheyrendur sátu í brekkunni fyrir framan skólahúsið. Kynnir var sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ. Fvrst söng skagfirzki bændakórinn Heimir, stjórnandi Jón Björnsson bóndi á Hafsteinsstöðum, einsöngvari Steinbjörn, son- ur söngstjórans. Dr. Magnús Jónsson prófessor flutti hátíðar- ræðu dagsins. Guðmundur Jónsson óperusöngvari söng, undir- leikari Fr. Weisshappel. Hermann Jónasson forsætisráðherra flutti ávarp og lýsti því yfir, að ríkisstjórnin mundi leggja fram fé það, sem á vantar til að kaupa pípuorgel í Hólakirkju, en Al- þingi hefir lagt fram 60 þúsund kr. í því skyni. Vald. V. Snævarr skáld flutti frumortan sálm, helgaðan hátíðinni. Sigurður Birkis söngmálastjóri flutti minni Jóns helga Ögmundssonar. Sr. Sig- urður Stefánsson, prófastur á Möðruvöllum, las úr Hólaljóðum Matthíasar Jochumssonar. Sameinaður kór sjö kirkjukóra Skaga- fjarðar söng undir stjórn Eyþórs Stefánssonar, tónskálds á Sauð- árkróki. Á undan þjóðsöngnum, sem var endir dagskrárinnar, flutti Árni Sveinsson, formaður sóknarnefndar Hólasóknar, þakk- ir Hólanefndar öllum þeim, sem unnið höfðu að hátíðadagskránni, höfðu og flestir þeirra engin laun þegið fyrir störf sín. Sérstak- lega þakkaði hann Sveini Benediktssyni útgerðarmanni fyrir tvær silfurljósastikur, forkunnarfagrar, sem hann gaf kirkjunni til minningar um foreldra sína. Voru þær á altari kirkjunnar í fvrsta skipti þá um daginn. Kveðjur og árnaðaróskir bárust deginum frá forseta íslands, Berra Ásgeiri Ásgeirssyni, vígslubiskupunum sr. Bjarna Jónssyni °g sr. Friðrik J. Rafnar og sr. Friðrik Friðrikssyni dr. theol. á7eður var gott, að vísu fremur kalt um miðjan daginn, en birti upp með fögru sólskini um kvöldið. Þótti mörgum dagur- lnn hafa verið bæði hátíðlegur og ánægjulegur. Margar hendur og margir hugir unnu að undirbúningi þessa mots. Vil ég sérstaklega nefna kóra Skagafjarðar, karlakórinn Heimi og kirkjukórana, sem lögðu á sig erfiði og fyrirhöfn til

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.