Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 13
HÁTÍÐ AÐ HÓLUM í HJALTADAL 355
Vér þörfnumst þjóðarvakningar sem á dögum Jóns Ogmunds-
sonar. Verum minnugir leiðtoga vorra og líkjum eftir trú þeirra.
Leitumst við að fara að dæmi Jóns Ögmundssonar í því, er mestu
varðar, hvert og eitt. Enginn getur unnið að þjóðarvakningu,
nema hún rísi einnig í hans eigin hjarta. Þráum vér ekki nú vakn-
ingu, þjóðlega, heilbrigða, víðfeðma, umburðarlynda, kærleiks-
ríka, Jjar sem bróðir styður bróður, þótt skoðanir kunni að vera
skiptar — þráum gróður, er breiðist út víðar og víðar, einnig
um öræfi og eyðisanda? Fer ekki hrifning um hugina við kirkju-
hátíðir vorar á J)essu sumri, bæði í Skálholti og að Hólum? Og
verður ekki söngurinn til J)ess að lvfta henni hærra og hærra?
Aldrei síðan á dögum Jóns Ögmundssonar hefir verið gjörð
þróttmeiri tilraun en nú á seinustu árum að efla og fegra kirkju-
söng vorn. Þessi hátíð er söngsins hátíð, eins og vera ber. Kirkj-
an ómi öll. Frá heilögum söng stafi helgandi kraftur. Hann sam-
eini jörð og himin.
Já, líkjum eftir trú Jóns Ögmundssonar. Breiðum út gróðurinn
og lífið. Látum Hóla verða sein fegurstan gróðurlund — unaðs-
legan hluta af ríki Guðs. Ef fyrst er leitað Guðs ríkis, mun allt
annað veitast að auki.
Komi Jesú kærleiksríki.
Korni glaða-sól.
Náðin Guðs hin nýja vígi
nýjan Hólastól.
Það er sagt um Jón Ögmundsson, að hann hafi verið bráðlátur.
Svo var einnig frumkristnin. Hún bað ekki aðeins: Kom Jni drott-
inn Jesú, heldur bætti við: Kom brátt. Eitthvert sinn voraði
mjög seint, svo að jörð var ekki í gróðri að fardögum. Hét J)á Jón
biskup til árbótar mönnum á Jónsmessu, og er hann hafði sagt
fyrir með heitum og staðfest með heilögu bænahaldi, mælti hann
J)essum orðum: „Þat vilda eg, at Guð gæfi oss nú J)egar döggina.“
Þaðan frá um sumarið var regn um nætur, en sólskin um daga.
Góður Guð veki oss sumar andans, svo að hér verði gróandi
þjóðlíf — ísland vaxið skógi milli fjalls og fjöru.
Já, hann gefi oss J)egar döggina í Jesú nafni. Amen.