Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 38

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 38
380 KIRKJURITIÐ náðu fullorðinsaldri og eru á lífi eru: Ragnheiður, frú í Reykja- vík, Páll, lögfræðingur í Reykjavík og séra Pétur í Vallanesi, en af síðara hjónabandi lifir Þorgerður, frú í Reykjavík. Séra Magnús hætti prestsskap og flutti frá Vallanesi árið 1925, Þá 64 ára gamall. En ennþá hafði hann óbilaða starfsorku og at- hafnaþrá. Hann varð annar aðalstofnandi togarafélagsins Sleipn- is og gegndi endurskoðunarstörfum og fleiri störfum fyrir það félag. Hann studdi og stofnun togarafélagsins Andvara á Eski- firði, og hann stofnaði og stjórnaði lengi olíufélaginu Nafta h.f. Frá því að séra Magnús flutti frá Vallanesi átti hann heimili á Skólavörðustíg 3 í Reykjavík. Séra Magnús var heilsuhraustur alla ævi, enda reglumaður hinn mesti. Hann neytti aldrei áfengra drykkja. Hann náði líka háum aldri. Klukkutíma áður en hann andaðist mælti hann sín síðustu orð: „Nú er ég að leggja af stað í löngu ferðina“. Hann mælir þessi orð með hinu karlmannlega geigleysi, sem jafnan einkenndi hann. Rólegur, öruggur og æðrulaus sofnar hann sín- um hinsta jarðneska blundi kl. 12,30, hinn 25. ágúst sl., þá langt kominn á fimmta ár hins tíunda tugar. Þorsteinn M. Jónsson. Tvö minnismerki. Svo segir austurlenzk sögn að eitt sinn væru uppi tveir bræður, sem voru mjörg metnaðargjamir og höfðu mikinn hug á að reisa sér óbrotgjöm minnismerki. Annar reisti kostulega steinsúlu af mikiOi snilli. Var hún flúruð fegurstu myndum og skreytt á marga vegu. Einnig var letrað á hana með orðskrúði miklu lof um þann, er hann reisti. Hinn gróf brunn í eyðimörkinni og gróðursetti döðlupáhna umhverfis hann. Þreyttir ferðalangar gátu leitað þar skugga og satt þar hungur sitt. Þetta var hans minnismerki. * * Það þarf meira en rétt skynsemina til að hugsa skynsamlega. — B. Pascal.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.