Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 24
Jngibförg Ólafsson, sfölug Ein af ágætustu dætrum ís- lands átti sjötugsafmæli 7. sept sl. Það er Ingibjörg Olafsson, sem nú um nokkur ár hefir dvalið í Sussex á Englandi. Hún er Húnvetningur að upp- runa, fædd á Másstöðum í Vatns- dal, en alin upp í Galtarnesi í Víði- dal. Foreldrar liennar voru Jón Olafsson síðar kenndur við Mýra- lón og Guðrún Ólafsdóttir. Ung stundaði Ingibjörg nám bæði heima og erlendis og varð gagnmenntuð kona. Hún varð og snemma hin áhugasamasta um kristindómsmál, og vakti athygli fyrir siðferðilega alvöru og kristi- lega starfsemi. Varð jafnframt fyr- ir aðkasti af þeim sökum, sem m. a. hefir ef til vill valdið því að hún settist að erlendis. Eftir að hafa verið framkvæmdastjóri K. F. U. K. hérlendis um tveggja ára skeið tók hún að sér slíka forstöðu í Vejle í Danmörku 1912—’16. Síðan gerðist hún ferðafulltrúi K. F. U. K. á Norð- urlöndum og aðalframkvæmdastjóri þess félagsskapar í Kaupmannahöfn. Óx hún stöðugt í áliti og að vinsældum á Norðurlöndum og átti ágætt og merkt samstarf við æðri og lægri kirkjulega leiðtoga. Jafnan bar hún og hag ættlands síns fyrir brjósti og léði ýmsum löndum sínum lið fyrr og síðar. Henni voru og falin mikilvæg trúnaðarstörf, bæði af hálfu erlendra manna og íslendinga, einkum í þágu ýmiss konar mannúðarmála. Fröken Ingibjörg hafði ágæta starfshæfileika, enda lagði hún sig óspart fram. Hún var og vel máli farin og ágætur rithöfundur. Auk ótal greina hefir hún gefið út tvær bækur a. m. k.: Thorkil Paa Bakki (Sögur 1934) og Tanker Undervejs (Erindi 1936). í hinni fyrrnefndu er m. a. Tullingen (Fávitinn) perla, sem til ætti að vera í íslenzkum lesbókum. Á 150 ára afmæli hins brezka og erlenda biblíufélags var Ingibjörg full-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.