Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 12
354
KIRKJURITIÐ
„Fólkið þusti heim að Hólum,
hjörtun brunnu sem á jólum.
Aldrei dýrri dagur rann.“
Æfi Jóns Ogmundssonar lauk einnig svo sem líf lians hafði
verið: Banastríðið háð við bænagjörð til Guðs. Eftir það er hann
hafði „bergt Guðs líkama“, hóf hann sálminn: Lofa mun eg
drottinn á hverri tíð, og jafnan sé lof hans í munni mínum. „Og
þá er hann hafði þennan sálm í munni, og enn hrærðist tungan
til þessa hinna heilögu orða, þá skildist hans hin heilaga önd
við sinn líkama.“
Frásagnirnar síðan í allri þeirra barnslegu einlægni og ein-
feldni um jarteiknir hans eru undursamleg lofgerð, sem stígur
hærra og hærra. Bein hans eru upp tekin 14. desember 1198 og
sett hvolf yfir leiðið. En í 1. viku föstu, er menn höfðu upp lok-
ið leiðinu, fundu þeir þar grös þau er mönnum voru ókunn hvers
kyns voru, og græn, sem á sumar; þeim þótti undarlegur græn-
leikur grasanna í það mund missera og tóku upp.“
Enga lýsingu veit ég fegurri né sannari á starfi Jóns Ogmunds-
sonar. Svo voru ávextir þess: Sumargróður, algrænn, ófölnandi.
sem fyllir loftið höfgri og sætri angan og vekur hjartanu gleði.
Jón Ogmundsson er einhver mesti sáðmaðurinn ,sem Guð hef-
ur gefið vorri þjóð, svo að enn má sjá græna lauka og finna ihn
úr grasi þar er hann sáði. 1 boðskap Frelsarans um sáð mann-
anna felst ekki aðeins það, að sæðið góða í góðri jörð ber ávöxt
að þrítugföldu, sextugföldu, og hundraðföldu, heldur og, að
þær jurtir gróa um aldur, sem hans himneski Faðir hefir gróður-
sett. Guð hefir blessað þann gróður, er Jón Ögmundsson sáði til,
svo að vér megum sjá í dag lífgrösin fagurgræn.
Vér eigum enn mikið að læra af skólastarfi hans. Þegar ég
kynntist lýðháskólahreyfingunni dönsku, sögðu forystumenn
hennar við mig: „Skóli Jóns Ögmundssonar að Hólum er sígild
fyrirmynd skólanna.“ Þetta er rétt. Til þess að skólar vorir blómg-
ist, verður það tvennt að fara saman, að námið verði í þjónustu
Hfsins og lífsstarfanna og skapgerðarþroskinn og manndómur-
inn eflist mest og göfgist við það, sem fagurt er, satt og gott.