Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 32
374 KIRK JURITIÐ á ísafirði. í sept. 1905 fékk hann veitingu fyrir prestsembætti að Hvammi í Dölum. Vorið 1919 sótti séra Asgeir um Helgafells- prestakall og hlaut þar kosningu. Gegndi hann þar prestsþjón- ustu eitt ár og var búsettur í Stykkishólmi, en hvarf þá aftur að Hvannni 1920 eftir mjög eindregnum óskum fyrri sóknarbama sinna þar. Þjónaði hann þar prestsstörfum eftir það, þar til hann fékk lausn frá prestsskap í nóv. 1943 og fluttizt þá til Reykja- víkur. Prófastsstörfuin í Dalaprófastsdæmi gegndi sr. Ásgeir um mörg ár og auka prestsþjónustustarfi bæði í Staðarfells- og Dagverð- arnessóknum og Staðarhólsþingum. Auk prestsstarfsemi gegndi sr. Ásgeir margs konar félagsstörf- um meðan hann \ ar búsettur vestra, enda naut hann þar jafn- an mikils trausts og álits. Um margra ára skeið var hann for- maður í stjórn Sparisjóðs Dalasýslu og framkvæmdastjóri og for- maður Kaupfélags Hvannnsfjarðar og endurskoðandi þess. Jafn- framt var hann formaður Kaupfélags Stykkishólms, sem hann stofnaði árið, sem hann dvaldi þar. Gegndi hann því formanns- starfi um nokkur ár eftir að hann hvarf aftur að Hvammi, og sýndi það bezt hið mikla traust, er til hans var borið til þjónustu félagsmála. Ungur gekk sr. Ásgeir að eiga eftirlifandi konu sína Ragn- hildi Bjarnadóttur bónda í Ármúla. Lifðu þau hamingjusömu hjúskaparlífi. Þrátt fyrir margra ára vanheilsu hennar reyndist hún honum hinn bezti lífsförunautur og henni brást heldur aldrei hin trausta hjálparhönd hans. Eftir að þau hjón fluttu hingað suður, settist séra Ásgeir ekki í helgan stein. Auk þess, sem hann vann hér bókarastarf í Almennum trýggingum, vann hann mikil störf í félagi Breiðfirðinga búsettra hér í Reykjavík. Bezt er mér, sem þetta ritar, kunnugt um formannsstarf hans í félagi fyrverandi sóknarpresta ,sem hann gegndi frá árinu 1947 og til æviloka. Mun ekki ofsagt að í þeim félagsskap hafi hann öll þessi ár verið lífið og sálin. í þessum litla félagsskap komu hæfileikar hans til þjónustu í félagsmálum furðu vel í ljós, svo sem áhugi hails, dugnaður og framúrskarandi samvizkusemi. Sjálfur bókaði hann jafrtan fundargerðirnar heima hjá sér eftir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.