Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 22

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 22
Gústav A. Jónasson ráðuncytisstjóri, sextugur Ýmsir beztu og áhrifamestu menn íslenzku kirkjunnar fyrr og síðar hafa verið leikmenn. Einn þeirra varð sextugur 12. ágúst sl. Gústav A. Jónasson ráðuneytisstjúri í kirkjumálaráðuneytinu. Stúrbóndasonur frá Súlheima- tungu i Skaftholtstungum, en múð- ir hans var frá Sumarliðabæ í Holt- um, systir Boga Olafssonar mennta- skúlakennara, Júns Ólafssonar bankastjúra og þeirra systkina. Ber Gústav ljús merki uppruna síns, hins víða og milda héraðs og dug- mikilla ætta, en einnig uppeldisá- hrifa sveitastarfanna og fjölbreyti- legra námsára. Strax í skúla var hann í fremstu röð, manna vinsælastur og líklegur til gúðs brautargengis. Gáfaður, skemmt- inn, drenglyndur. Stundum meinlegur í orði og háðskur í hendingum, en jafnan raungúður. Yfirlætislaus í allri framkomu, gleðimaður í vinahúpJ, en fastlyndur alvörumaður undirniðri. Gjörhugull um hin dýpstu rök og með lotningu fyrir levndardúmum tilverunnar. Skömmu eftir embættisprúf gerðist Gústav A. Júnasson fulltrúi liigreglu- stjúrans í Reykjavík og var siðar settur lögreglustjúri um tveggja ára skeið. Gat sér þar gúðan orðstír. 7. sept. 1936 var hann skipaður skrifstofustjúri í dúms- og kirkjumálaráðuneytinu og hefur gegnt því embætti síðan við sívaxandi vinsældir. Kvæntur er hann Steinunni dúttur Sigurðar prúf. Sívertsen. Það hefur orðið hlutskipti Gústavs A. Júnassonar að fjalla um kirkju- málin í tíð þriggja biskupa og margra kirkjumálaráðherra. A þessum tnna hafa prestar landsins fengið meiri launabætur en nokkru sinni fyrr ne síðar. Svipaðar umbætur hafa átt sér stað að því er snertir hýsingu prests- setra og byggingu kirkna. Fjölda margar aðrar réttarbætur hafa orðið a kirkjulega sviðinu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.