Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 33
SÉRA ÁSGEIR ÁSGEIRSSON 375 mimii. Dáðist ég að, hve þær voru vel færðar og hve vel hann mundi það, sem á fundum hafði gerzt. Skeikaði þar aldrei neinu. Ég er þess fullviss, að aldrei hefði neinum okkar fyrrv. soknar- presta komið til hugar að skipta um formann meðan þess var kostur að njóta þjónustu hans til þeirra hluta. Og er það sagt að öðrum ólöstuðum. Við kveðjum hann allir með mikilli hlyju og söknuði. Sjálfur hafði ég kynnst séra Ásgeiri fyrst fyrir 60 árum síðan, er við vorum heimasveinar á Langalofti hins gamla Latmuskola veturinn 1896-1897. Við Ásgeir sváfum þar skammt hvor frá öðrum. Oft gekk þar mikið á eftir að ljós höfðu verið slökkt og allir áttu lielzt að vera sofnaðir. Ásgeir var þá í III. bekk, en eg í I. — Innan um allan hávaðann og gauraganginn var hann alltaf hinn prúði hefðarniaður, en gat þó tekið þátt í hogværum gleð- skap. Eftir að sr. Ásgeir lauk stúdentsprófi skildu leiðir okkar að mestu, þar til þær lágu saman aftur þrju siðustu arin her > Reykjavík. Eftir öll mörgu árin, sem liðin voru, fannst mer þessi gamli skólabróðir furðu litlum breytingum hafa tekið öðrum en þeim, sem að sjálfsögðu fylgja hinum háa aldri. Hann var sami trausti hefðarmaðurinn, glaður í hófi á „goðra vina fundi . í minningargrein, sem séra Jón Guðnason þjoðskjalavörður hefir skrifað um sr. Ásgeir eftir margra ára kynningu í Dölum vestur, þar sem þeir voru nágrannaprestar og vinir, segir sera- Jón meðal annars: „Ég hefi fáa menn þekkt, sem áttu svo öruggt jafnvægi og kyrrð í huga sínum, sem hann. Reyndi oft a það °g þó mest í hinni ströngu banalegu hans.“ Undir þessi orð séra Jóns get ég og eflaust allir, sem þekktu séra Ásgeir, skrifað. Björn StefÁnrson. Kjarni kristindómsins. „Elskum Hann! Þetta er allur siSálærdómurinn. Og: Hann hefur elskað °ss að fyrra bragði! Þetta er trúarlærdónnirinn eins og hann leggur sig.“ '8inb. 1. Jóh. 4, 19). — Adolphe Monod.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.