Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 16
358
KIRKJURITIÐ
dómprófastur i Gautaborg: Helig tjánst — helgad tjánst — liturgi
•og diakoni.
Oll voru erindi þessi hin merkustu og lærdómsrík. Er ákx eðið
að þau verði gefin út á prenti i Svíþjóð.
Morgunbænir voru í dómkirkjunni dagana laugardag (eftir
finnsku rituali) og mánudag (eftir dönsku rituali.) A sunnudags-
morgun var guðsþjónusta með altarisgöngu í dómkirkjunni kl.
10,30. Prédikun flutti Yngve Báck, prestur í Helsingfors, en
altarisþjónustu önnuðust dómkirkjuprestarnir, sr. Jón Auðuns,
dómprófastur og sr. Óskar J. Þorláksson.
Föstudaginn 3. ágúst voru fundarmenn á ferðalagi í boði
kirkjumálaráðherra og bæjarráðs Reykjavíkur. Lagt var af stað
kl. 7,30, og var ekið um Hveragerði að Selfossi og gengið í kirkju.
Sóknarpresturinn, sr. Sigurður Pálsson flutti ávarp og bauð gesti
velkomna, og síðan fóru fram morgunbænir eftir rituali, sem
hann hafði samið og látið fjölrita. Létu fundarmenn síðar í Ijós
mikla ánægju yfir hinni helgu stund í nýju, fögru kirkjunni á
Selfossi.
Það var ekið um Skeið og Hreppa að Gullfossi. Hádegisverður
var framreiddur þar og í veitingahúsinu við Geysi. Þar \'ar um
stund beðið eftir gosi, en án árangurs. Var þá ekið í Skálholt.
Sigurbjörn Einarsson prófessor flutti erindi, en á eftir þágu fund-
armenn veitingar í boði sýslunefndar Arnessýslu.
Þá var stefnt til Þingvalla og gengið á Lögberg. Sr. Jóhann
Hannesson, þjóðgarðsvörður flutti erindi, en á eftir var gengið
til Valhallar og setzt að veizluborðum.
Veizlustjóri var Gústav A. Jónasson, ráðuneytisstjóri, en aðrir
ræðumenn frú Auður Auðuns settur borgarstjóri og dr. Ove
Hassler frá Svíþjóð, sem þakkaði fyrir hönd prestafélagsins.
Heim var komið skömmu eftir miðnætti eftir mjög ánægju-
lega för í fegursta veðri.
Laugardagskvöldið 4 ágúst sátu fundarmenn boð K. F. U. M.
og K. í húsi félagsins. Samkvæminu stjórnaði sr. Bjarni Jónsson
vígslubiskup. Margar ræður voru fluttar og mikið sungið. Minnt-
ust margir ræðumanna með hlýjum orðum góðra kynna við sr.
Friðrik Friðriksson.