Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 50

Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 50
392 KIRKJUBITIÐ Guðmundsdóttur. Er þetta hinn fegursti gripur gerður af listamanninuni Jónasi Jakobssyni á Akureyri, og er skímarfonturinn gerður í líkingu krjúp- andi barns með skírnaskál ofan á höfðinu. Einnig hafa þau systkinin gefið súlur og potta með fjölærum blómum til að skrevta kirkjuna með. — Kirkju- garðurinn hefir einnig verið girtur með vandaðri girðingu úr járnrimlum, er málaðir hafa verið hvítir, og ber þetta allt vitni um fegurðarsmekk safnaðarins og hlýhug til kirkju sinnar. — B. K. Hólanefnd. Á héraðsfundi Skagafjarðarprófastsdæmis 1954 var sam- þykkt að kjósa Hólanefnd. Er hún skipuð 5 mönnum, fjórir þeirra eru sjálfkjömir, prófastur Skagafjarðar (sr. Helgi Konráðsson), dómkirkjuprest- urinn á Hólurn (sr. Björn Bjömsson), skólastjórinn á Hólum (Kristján Karlsson), en sá fimmti er kjörinn af liéraðsfundi, nú sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ. Hlutverk nefndarinnar er að vinna í samstarfi við þjóðminja- vörð að fegmn dómkirkjunnar á Hólum og öðru því, er varðar Hólastað, og koma á Hóladegi á sumri hverju. Kirkjukór Bústaðasóknar hélt sitt fyrsta kirkjukvöld í júní sl. Auk kórsöngsins söng Guðmundur Jónsson einsöng og Þórir Kr. Þórðarson dósent flutti erindi. Prestur safnaðarins mælti nokkur ávarpsorð. Organisti og söng- stjóri en Jón G. Þórarinsson, og hefur hann sýnt sérstakan áhuga í starfi sínu. M. a. hefur hann æft bamakór undanfama tvo vetur ,sem hefur vakið at- hygli með fögrum söng við fermingarguðþjónustur. Allar aðstæður em enn næsta erfiðar, eins og vænta má í þessum nýja söfnuði, en þegar er hafið þama ýmiss konar starf, sem form. safnaðamefndar Axel Sveins á manna mestan þátt í. Kvenfélag safnaðarins er og í vexti. Herra Asmundur biskup Guðmundsson var kvaddur til að vera við biskupsvígslu í Finnlandi snemma í september. Þaðan fór hann til Rúss- lands í boði stjórnarinnar þar til að kynna sér kirkjulífið. Væntanlegur heim snemma í október. — Dr. theol. Magnús Jónsson er í Kína i boði stjómar- valdanna þar. Skýra væntanlega síðar frá ferðunr sínum hér í ritinu. KIRKJURITIÐ kemur út 10 sinnum á ári. — Verð kr. 35.00. Afgreiðsla hjá Elísabetu Helgadóttur, Hringbraut 44. Sími 4776.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.