Kirkjuritið - 01.10.1956, Blaðsíða 28
370
KIRK JURITIÐ
er fleira af öðru og betra tægi á boðstólum, en einkum af því að
almenningsálitið áfellist og bannsyngur liroðann.
Hér ber ýmislegt að þakka, sem gert er til varna og andspvrnu.
Sérstaklega hin merkilegu brautryðjendaspor Þingeyinga og
Borgfirðinga í þá átt að gera sorpritin útlæg af þeirra slóðum.
Og samþykkt samvinnufélaganna um að kaupfélögin hafi þau
ekki á boðstólum.
En betur má, ef duga skal. Hvers vegna eru íslenzkar konur
fremur tómlátar um þetta mál? Þær eiga þó sakir barna sinna
einna mest á hættu. Geta líka ráðið úrslitum, ef þær eru einhuga
og samhentar. Einstakar kvenfélagssamþvkktir nægja ekki. held-
ur almenn samtök ein.
Grátlegt til þess að hugsa, sem kunnur lögfræðingur sagði einu
sinni við mig. Hann fræddi mig um, að um langan aldur hefði
sauðaþjófnaður, þótt í smáum stíl væri, verið einna refsiverð-
asti verknaðurinn á íslandi. Þeim stuldi er auðvitað ekki hæl-
andi, en stundum var sú bót í máli, að nauður rak menn til lians.
„Það var sulturinn og kuldinn, sem kom mér til að stela“, segir
F j alla-Ey vindur.
Ólíkt ljótara og skaðvænlegra en að taka einhvem hlut hlýtur
raunar að vera að spilla sálum manna, leiða unglinga beint eða
óbeint út á lastabrautir og grafa undan lífshamingju þeirra.
Ætla íslenzkar mæður að láta slíkt afskiptalítið? Ég skora á þær
að hefjast handa gegn glæparitunum og hreinsa þessi andlegu
óþrif af þjóðinni.
Þær eiga að byrja á að krefjast þess, að þessum spilliritum og
skemmdarblöðum sá a. m. k. ekki haldið meira og víðar að börn-
um og unglingum en góðum og siðbætandi bókum. En þær þurfa
líka að leggja nýja alúð við að kenna börnum sínum bænir og
innræta þeim kristið hugarfar með því að fræða þau um frelsar-
ann. Og þær ættu að leiða börn sín í kirkjurnar. Hér er um and-
kristilega stefnu að ræða, sem þar hlýtur að vera hamrað gegn
beint og óbeint. Það er ekki nein ný uppgötvun nýrra postula,
að þetta sé ljótt, heldur sjáum vér öll, að það er hættuleg viður-
styggð í því Ijósi, sem Kristur varpar á mannlífið. Og það er
aðeins sakir ónógra kristilegra áhrifa, ef hún þrífst.